Glamour

Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni

Ritstjórn skrifar
Gigi sýndi á Max Mara sýningunni í Mílanó í morgun en það var eftir hana sem að maður réðst á hana.
Gigi sýndi á Max Mara sýningunni í Mílanó í morgun en það var eftir hana sem að maður réðst á hana. Mynd/Getty
Hreint út sagt furðulegt og óhugnalegt atvik átti sér stað eftir tískusýningu Max Mara í dag á tískuvikunni í Mílanó. Fyrirsætan Gigi Hadid var á leiðinni frá sýningarstaðnum upp í bíl ásamt systur sinni, Bellu Hadid, þegar maður kom aftan að henni og lyfti henni upp, gegn hennar vilja. 

Þetta vakti ekki mikla lukku hjá Gigi sem barði árásarmanninn frá sér og var nánast byrjuð að elta hann í burtu. Vægast sagt hetjuleg viðbrögð hjá Gigi.

Myndband náðist af atvikinu sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.