Allir sem borguðu í strætó í gær fá endurgreitt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. september 2016 10:21 Ekki var hægt að breyta fargjaldinu í smáforriti Strætó í núll krónur. vísir/ernir Nokkur fjöldi fólks greiddi fargjaldið í Strætó í gær þrátt fyrir að frítt hafi átt að vera í alla vagna í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Ástæðan var að ekki var hægt að loka fyrir miðakaup í gegnum smáforrit Strætó en allir farþegar fá endurgreitt á næstu dögum, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Þetta var bara fólk sem hafði keypt miða í gegnum Strætó-appið, en það var lokað fyrir baukinn. Það hafði greinilega ekki lesið auglýsingar um að það væri frítt í Strætó,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes segir að töluvert hafi verið um kvartanir í gær en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi upp. Ekki sé hægt að breyta fargjaldinu í forritinu í núll krónur og að þá hafi ekki verið hægt að setja tilkynningu um að fólk gæti ferðast því að kostnaðarlausu inn á appið. „Þó þetta sé tölvutækni þá er hún kannski ekki svo einföld. Við reyndum að auglýsa þetta en það voru ekki allir sem tóku eftir því.“Jóhannes segir að þegar upp var staðið hafi allir verið sáttir, en þeir sem greiddu fargjaldið fá endurgreitt á næstu dögum. Fargjaldið hljóðar upp á 420 krónur.vísir/anton brinkÞetta sama vandamál hafi einnig komið upp á síðasta ári, sem og reglulega á menningarnótt og sautjánda júní, þegar frítt er í Strætó. „Í raun er þetta bara of flókið að eiga við þetta forrit. Það er einfaldara að endurgreiða bara öllum í einni keyrslu,“ útskýrir Jóhannes. Aðspurður segist hann ekki hafa tölur að svo stöddu um hversu margir greiddu fargjaldið, sem hljóðar upp á 420 krónur, en að hann viti til þess að þetta hafi verið nokkur fjöldi. „Ekkert neinn gríðarlegur fjöldi, en einhver fjöldi.“ Þá segir Jóhannes að strætisvagnar hafi verið nokkuð vel sóttir í gær og að markmið dagsins hafi verið að hvetja fólk til þess að nýta sér frekar almenningssamgöngur frekar heldur en einkabílinn. „Við erum að nota tækifærið til að markaðssetja þjónustuna samhliða þessari evrópsku samgönguviku sem nú er í gangi. Með þessu getum við kynnt strætókerfið og gefið fleiri kost á að nýta sér það.“ Bergsteinn Sigurðsson, ritstjóri Menningarinnar á RÚV, var einn þeirra sem vakti máls á þessu á samfélagsmiðlum í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Frítt í Strætó í dag. Gætið að því áður en þið virkjið miðann eins og allir í leið 14 hafa gert áður en bílstjórinn færði þeim gleðitíðindin— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) September 22, 2016 Tengdar fréttir Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks greiddi fargjaldið í Strætó í gær þrátt fyrir að frítt hafi átt að vera í alla vagna í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Ástæðan var að ekki var hægt að loka fyrir miðakaup í gegnum smáforrit Strætó en allir farþegar fá endurgreitt á næstu dögum, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Þetta var bara fólk sem hafði keypt miða í gegnum Strætó-appið, en það var lokað fyrir baukinn. Það hafði greinilega ekki lesið auglýsingar um að það væri frítt í Strætó,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes segir að töluvert hafi verið um kvartanir í gær en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi upp. Ekki sé hægt að breyta fargjaldinu í forritinu í núll krónur og að þá hafi ekki verið hægt að setja tilkynningu um að fólk gæti ferðast því að kostnaðarlausu inn á appið. „Þó þetta sé tölvutækni þá er hún kannski ekki svo einföld. Við reyndum að auglýsa þetta en það voru ekki allir sem tóku eftir því.“Jóhannes segir að þegar upp var staðið hafi allir verið sáttir, en þeir sem greiddu fargjaldið fá endurgreitt á næstu dögum. Fargjaldið hljóðar upp á 420 krónur.vísir/anton brinkÞetta sama vandamál hafi einnig komið upp á síðasta ári, sem og reglulega á menningarnótt og sautjánda júní, þegar frítt er í Strætó. „Í raun er þetta bara of flókið að eiga við þetta forrit. Það er einfaldara að endurgreiða bara öllum í einni keyrslu,“ útskýrir Jóhannes. Aðspurður segist hann ekki hafa tölur að svo stöddu um hversu margir greiddu fargjaldið, sem hljóðar upp á 420 krónur, en að hann viti til þess að þetta hafi verið nokkur fjöldi. „Ekkert neinn gríðarlegur fjöldi, en einhver fjöldi.“ Þá segir Jóhannes að strætisvagnar hafi verið nokkuð vel sóttir í gær og að markmið dagsins hafi verið að hvetja fólk til þess að nýta sér frekar almenningssamgöngur frekar heldur en einkabílinn. „Við erum að nota tækifærið til að markaðssetja þjónustuna samhliða þessari evrópsku samgönguviku sem nú er í gangi. Með þessu getum við kynnt strætókerfið og gefið fleiri kost á að nýta sér það.“ Bergsteinn Sigurðsson, ritstjóri Menningarinnar á RÚV, var einn þeirra sem vakti máls á þessu á samfélagsmiðlum í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Frítt í Strætó í dag. Gætið að því áður en þið virkjið miðann eins og allir í leið 14 hafa gert áður en bílstjórinn færði þeim gleðitíðindin— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) September 22, 2016
Tengdar fréttir Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00