Allir sem borguðu í strætó í gær fá endurgreitt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. september 2016 10:21 Ekki var hægt að breyta fargjaldinu í smáforriti Strætó í núll krónur. vísir/ernir Nokkur fjöldi fólks greiddi fargjaldið í Strætó í gær þrátt fyrir að frítt hafi átt að vera í alla vagna í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Ástæðan var að ekki var hægt að loka fyrir miðakaup í gegnum smáforrit Strætó en allir farþegar fá endurgreitt á næstu dögum, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Þetta var bara fólk sem hafði keypt miða í gegnum Strætó-appið, en það var lokað fyrir baukinn. Það hafði greinilega ekki lesið auglýsingar um að það væri frítt í Strætó,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes segir að töluvert hafi verið um kvartanir í gær en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi upp. Ekki sé hægt að breyta fargjaldinu í forritinu í núll krónur og að þá hafi ekki verið hægt að setja tilkynningu um að fólk gæti ferðast því að kostnaðarlausu inn á appið. „Þó þetta sé tölvutækni þá er hún kannski ekki svo einföld. Við reyndum að auglýsa þetta en það voru ekki allir sem tóku eftir því.“Jóhannes segir að þegar upp var staðið hafi allir verið sáttir, en þeir sem greiddu fargjaldið fá endurgreitt á næstu dögum. Fargjaldið hljóðar upp á 420 krónur.vísir/anton brinkÞetta sama vandamál hafi einnig komið upp á síðasta ári, sem og reglulega á menningarnótt og sautjánda júní, þegar frítt er í Strætó. „Í raun er þetta bara of flókið að eiga við þetta forrit. Það er einfaldara að endurgreiða bara öllum í einni keyrslu,“ útskýrir Jóhannes. Aðspurður segist hann ekki hafa tölur að svo stöddu um hversu margir greiddu fargjaldið, sem hljóðar upp á 420 krónur, en að hann viti til þess að þetta hafi verið nokkur fjöldi. „Ekkert neinn gríðarlegur fjöldi, en einhver fjöldi.“ Þá segir Jóhannes að strætisvagnar hafi verið nokkuð vel sóttir í gær og að markmið dagsins hafi verið að hvetja fólk til þess að nýta sér frekar almenningssamgöngur frekar heldur en einkabílinn. „Við erum að nota tækifærið til að markaðssetja þjónustuna samhliða þessari evrópsku samgönguviku sem nú er í gangi. Með þessu getum við kynnt strætókerfið og gefið fleiri kost á að nýta sér það.“ Bergsteinn Sigurðsson, ritstjóri Menningarinnar á RÚV, var einn þeirra sem vakti máls á þessu á samfélagsmiðlum í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Frítt í Strætó í dag. Gætið að því áður en þið virkjið miðann eins og allir í leið 14 hafa gert áður en bílstjórinn færði þeim gleðitíðindin— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) September 22, 2016 Tengdar fréttir Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks greiddi fargjaldið í Strætó í gær þrátt fyrir að frítt hafi átt að vera í alla vagna í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Ástæðan var að ekki var hægt að loka fyrir miðakaup í gegnum smáforrit Strætó en allir farþegar fá endurgreitt á næstu dögum, að sögn Jóhannesar S. Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Þetta var bara fólk sem hafði keypt miða í gegnum Strætó-appið, en það var lokað fyrir baukinn. Það hafði greinilega ekki lesið auglýsingar um að það væri frítt í Strætó,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Jóhannes segir að töluvert hafi verið um kvartanir í gær en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta komi upp. Ekki sé hægt að breyta fargjaldinu í forritinu í núll krónur og að þá hafi ekki verið hægt að setja tilkynningu um að fólk gæti ferðast því að kostnaðarlausu inn á appið. „Þó þetta sé tölvutækni þá er hún kannski ekki svo einföld. Við reyndum að auglýsa þetta en það voru ekki allir sem tóku eftir því.“Jóhannes segir að þegar upp var staðið hafi allir verið sáttir, en þeir sem greiddu fargjaldið fá endurgreitt á næstu dögum. Fargjaldið hljóðar upp á 420 krónur.vísir/anton brinkÞetta sama vandamál hafi einnig komið upp á síðasta ári, sem og reglulega á menningarnótt og sautjánda júní, þegar frítt er í Strætó. „Í raun er þetta bara of flókið að eiga við þetta forrit. Það er einfaldara að endurgreiða bara öllum í einni keyrslu,“ útskýrir Jóhannes. Aðspurður segist hann ekki hafa tölur að svo stöddu um hversu margir greiddu fargjaldið, sem hljóðar upp á 420 krónur, en að hann viti til þess að þetta hafi verið nokkur fjöldi. „Ekkert neinn gríðarlegur fjöldi, en einhver fjöldi.“ Þá segir Jóhannes að strætisvagnar hafi verið nokkuð vel sóttir í gær og að markmið dagsins hafi verið að hvetja fólk til þess að nýta sér frekar almenningssamgöngur frekar heldur en einkabílinn. „Við erum að nota tækifærið til að markaðssetja þjónustuna samhliða þessari evrópsku samgönguviku sem nú er í gangi. Með þessu getum við kynnt strætókerfið og gefið fleiri kost á að nýta sér það.“ Bergsteinn Sigurðsson, ritstjóri Menningarinnar á RÚV, var einn þeirra sem vakti máls á þessu á samfélagsmiðlum í gær, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Frítt í Strætó í dag. Gætið að því áður en þið virkjið miðann eins og allir í leið 14 hafa gert áður en bílstjórinn færði þeim gleðitíðindin— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) September 22, 2016
Tengdar fréttir Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign. 22. september 2016 21:00