Klofnaði í afstöðu til erlendra lána Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. september 2016 18:00 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til frumvarps um erlend lán. Þingmenn Framsóknar í nefndinni mynduðu meirihluta með þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Eitt stærsta efnahagsvandamálið hér á landi fyrir og eftir banka- og gjaldeyrishrunið var mikil erlend lántaka einstaklinga og fyrirtækja sem höfðu eingöngu tekjur í íslenskum krónum. Eftir hrun var girt fyrir þessar lántökur með lögum. ESA eftirlitsstofnun EFTA telur að fortakslaust bann við gengislánum, þ.e. lánum í erlendum gjaldeyri eða lánum sem eru bundin við gengi erlendra gjaldmiðla, gangi í berhögg við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Meðal annars til bregðast við þessu lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp sem heimilar slík lán. Í dag klofnaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í afstöðu sinni til frumvarpsins. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar myndaði meirihluta með stjórnarandstöðunni gegn þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og leggur meirihlutinn til að tekin verði varfærnari skref. Athygli vekur að frumvarp ráðherra gengur lengra en kröfur ESA segja til um en í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir: „Rök fyrir nauðsyn þess að veita svo áhættusöm lán til óvarinna neytenda hafa ekki enn komið fram og Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki gert kröfu um að svo langt verði gengið að bjóða óvörðum neytendum lán sem fela í sér gengisáhættu.“ „Við viljum ekki ganga svo langt að leyfa gengistryggð lán til óvarinna lántaka sem ekki hafa gengisvarnir,“ segir Frosti Sigurjónsson. Uppi er hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og hluta stjórnarandstöðunnar í málinu.Þingmenn Sjálfstæðisflokkinn með ráðherra málaflokksins í broddi fylkingar vilja frelsi án takmarkana. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi sérstaklega varað við áhrifum þess að heimila gengistryggð lán til þeirra sem geta ekki varið sig með gengisvörnum. Í umsögnum Seðlabankans við frumvarpið sem lagt var fram í svipaðri mynd á síðasta þingi var Seðlabankanum tíðrætt um mikilvægi þess að takmarka lán tengd erlendum gjaldmiðlum við þá sem varðir voru fyrir gjaldeyrisáhættu. Umsögn Seðlabankans við frumvarpið í núverandi mynd er mun jákvæðari en það var fyrir breytingar. Þannig segir orðrétt í nýjustu umsögn Seðlabankans: „Seðlabankinn telur (...) að ákvæði 3. gr. frumvarpsins færi bankanum heimildir til að takmarka umfang slíkra lánveitinga nægilega til þess að þær tefli ekki fjármálastöðugleika í tvísýnu." Í ljósi þess að það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna tveggja um málið er ljóst að talsverð óvissa er um afdrif frumvarpsins í þinginu. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til frumvarps um erlend lán. Þingmenn Framsóknar í nefndinni mynduðu meirihluta með þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Eitt stærsta efnahagsvandamálið hér á landi fyrir og eftir banka- og gjaldeyrishrunið var mikil erlend lántaka einstaklinga og fyrirtækja sem höfðu eingöngu tekjur í íslenskum krónum. Eftir hrun var girt fyrir þessar lántökur með lögum. ESA eftirlitsstofnun EFTA telur að fortakslaust bann við gengislánum, þ.e. lánum í erlendum gjaldeyri eða lánum sem eru bundin við gengi erlendra gjaldmiðla, gangi í berhögg við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Meðal annars til bregðast við þessu lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp sem heimilar slík lán. Í dag klofnaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í afstöðu sinni til frumvarpsins. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar myndaði meirihluta með stjórnarandstöðunni gegn þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og leggur meirihlutinn til að tekin verði varfærnari skref. Athygli vekur að frumvarp ráðherra gengur lengra en kröfur ESA segja til um en í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir: „Rök fyrir nauðsyn þess að veita svo áhættusöm lán til óvarinna neytenda hafa ekki enn komið fram og Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki gert kröfu um að svo langt verði gengið að bjóða óvörðum neytendum lán sem fela í sér gengisáhættu.“ „Við viljum ekki ganga svo langt að leyfa gengistryggð lán til óvarinna lántaka sem ekki hafa gengisvarnir,“ segir Frosti Sigurjónsson. Uppi er hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og hluta stjórnarandstöðunnar í málinu.Þingmenn Sjálfstæðisflokkinn með ráðherra málaflokksins í broddi fylkingar vilja frelsi án takmarkana. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi sérstaklega varað við áhrifum þess að heimila gengistryggð lán til þeirra sem geta ekki varið sig með gengisvörnum. Í umsögnum Seðlabankans við frumvarpið sem lagt var fram í svipaðri mynd á síðasta þingi var Seðlabankanum tíðrætt um mikilvægi þess að takmarka lán tengd erlendum gjaldmiðlum við þá sem varðir voru fyrir gjaldeyrisáhættu. Umsögn Seðlabankans við frumvarpið í núverandi mynd er mun jákvæðari en það var fyrir breytingar. Þannig segir orðrétt í nýjustu umsögn Seðlabankans: „Seðlabankinn telur (...) að ákvæði 3. gr. frumvarpsins færi bankanum heimildir til að takmarka umfang slíkra lánveitinga nægilega til þess að þær tefli ekki fjármálastöðugleika í tvísýnu." Í ljósi þess að það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna tveggja um málið er ljóst að talsverð óvissa er um afdrif frumvarpsins í þinginu.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira