Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðum Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 14:49 Jón Bjarki Bentsson er sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV. Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV.
Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur