Hin hinsta spurning Berglind Pétursdóttir skrifar 12. september 2016 10:00 Ég las nýlega grein sem fjallaði um mikilvægi þess að verða ekki of upptekinn af frama og dugnaði í lífinu. Að vinna frameftir jafnaðist sannarlega ekkert á við samverustundir með börnunum og fjölskyldustundir væru mikilvægari en stöðuhækkanir. Ég var sammála öllu í þessari grein, lagði frá mér öll verkefni dagsins og fór rakleiðis snemma heim úr vinnunni til þess að fara með barnið mitt í sund. Það sem truflaði mig samt við greinina var að þar var vitnað í rannsóknir þar sem fólk á dánarbeðinum var spurt hverju það sæi helst eftir í lífinu. Flestir þessara deyjandi viðmælenda svöruðu því að þeir hefðu átt að eyða minni tíma í vinnu og meiri tíma heimavið. Gott og vel. En hvers konar manneskja tyllir sér við rúmstokk dauðvona manneskju og párar niður svörin við spurningum um það sem hefði mátt fara betur? Ég man eftir að hafa setið við sjúkrarúm ömmu á sínum tíma, rétt áður en hún kvaddi þennan heim. Ég þakkaði henni fyrir góðu stundirnar, ristuðu brauðsneiðarnar og alla klukkutímana sem hún nennti að horfa á Tomma og Jenna með mér. Ég hefði kannski frekar átt að spyrja hvað hún hefði gert öðruvísi, hefði getað dregið lærdóm og skrifað um það lærða grein. Ég vona að þeir sem framkvæmdu þessar kannanir fái svipaða meðferð og geti þá svarað: ég hefði ekki átt að eyða svona miklum tíma í vinnunni við að eyðileggja síðustu andartök varnarlausra deyjandi einstaklinga sem hefðu frekar viljað heyra peppandi hinstu kveðju. En vonandi eru þessar rannsóknir kjaftæði, eins og svo margt sem ég les. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ég las nýlega grein sem fjallaði um mikilvægi þess að verða ekki of upptekinn af frama og dugnaði í lífinu. Að vinna frameftir jafnaðist sannarlega ekkert á við samverustundir með börnunum og fjölskyldustundir væru mikilvægari en stöðuhækkanir. Ég var sammála öllu í þessari grein, lagði frá mér öll verkefni dagsins og fór rakleiðis snemma heim úr vinnunni til þess að fara með barnið mitt í sund. Það sem truflaði mig samt við greinina var að þar var vitnað í rannsóknir þar sem fólk á dánarbeðinum var spurt hverju það sæi helst eftir í lífinu. Flestir þessara deyjandi viðmælenda svöruðu því að þeir hefðu átt að eyða minni tíma í vinnu og meiri tíma heimavið. Gott og vel. En hvers konar manneskja tyllir sér við rúmstokk dauðvona manneskju og párar niður svörin við spurningum um það sem hefði mátt fara betur? Ég man eftir að hafa setið við sjúkrarúm ömmu á sínum tíma, rétt áður en hún kvaddi þennan heim. Ég þakkaði henni fyrir góðu stundirnar, ristuðu brauðsneiðarnar og alla klukkutímana sem hún nennti að horfa á Tomma og Jenna með mér. Ég hefði kannski frekar átt að spyrja hvað hún hefði gert öðruvísi, hefði getað dregið lærdóm og skrifað um það lærða grein. Ég vona að þeir sem framkvæmdu þessar kannanir fái svipaða meðferð og geti þá svarað: ég hefði ekki átt að eyða svona miklum tíma í vinnunni við að eyðileggja síðustu andartök varnarlausra deyjandi einstaklinga sem hefðu frekar viljað heyra peppandi hinstu kveðju. En vonandi eru þessar rannsóknir kjaftæði, eins og svo margt sem ég les.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun