Heiða Rún vekur athygli á tískuvikunni í London Ritstjórn skrifar 19. september 2016 22:30 Glamour/Getty Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er þekkt í Bretlandi, vakti athygli er hún sótti tískuvikuna í London um helgina. Heiða leikur eitt aðalhlutverkana í sjónvarpsþáttunum bresku Poldark og hefur náð ákveðnum stjörnustatus þar í landi. Breska pressan hrósar henni hástert fyrir smekklegt fataval á tískuvikunni en hún sat á fremsta bekk á sýningu Antonio Berardi klædd í hvíta buxnadragt frá merkinu. Síðar um daginn var hún aftur mætt á sýningu Roksöndu og þá í dökkbláum fallegum kjól eftir hönnuðinn. Flott og smekkleg, og okkur finnst ekkert skrýtið að Heiða sé að vekja athygli enda stórglæsileg og hæfileikarík leikkona. Á sýningu Antonio Berardi.Í fallegum kjól eftir Roksanda.Flottur fremsti bekkur. Glamour Tíska Mest lesið Vandræðalegustu tískuaugnablik ársins Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Falleg haustlína frá MAC Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour H&M Studio 2018 kemur með vorið Glamour Krónprinsessan klæddist H&M Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour Hugo Boss mun ekki sýna á næstu tískuviku Glamour
Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er þekkt í Bretlandi, vakti athygli er hún sótti tískuvikuna í London um helgina. Heiða leikur eitt aðalhlutverkana í sjónvarpsþáttunum bresku Poldark og hefur náð ákveðnum stjörnustatus þar í landi. Breska pressan hrósar henni hástert fyrir smekklegt fataval á tískuvikunni en hún sat á fremsta bekk á sýningu Antonio Berardi klædd í hvíta buxnadragt frá merkinu. Síðar um daginn var hún aftur mætt á sýningu Roksöndu og þá í dökkbláum fallegum kjól eftir hönnuðinn. Flott og smekkleg, og okkur finnst ekkert skrýtið að Heiða sé að vekja athygli enda stórglæsileg og hæfileikarík leikkona. Á sýningu Antonio Berardi.Í fallegum kjól eftir Roksanda.Flottur fremsti bekkur.
Glamour Tíska Mest lesið Vandræðalegustu tískuaugnablik ársins Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Falleg haustlína frá MAC Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour H&M Studio 2018 kemur með vorið Glamour Krónprinsessan klæddist H&M Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour Hugo Boss mun ekki sýna á næstu tískuviku Glamour