Glamour

Lærðu rangstöðuregluna og trúðu á ást við fyrstu sýn

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Victoria Beckham prýðir forsíðu októberblað breska Vogue þar sem hún er í skemmtilegu viðtali og meðal annars er að finna einlægt bréf sem hún skrifar aftur í tímann, til Victoriu á táningsaldri sem var í námi í listaskóla og fannst hún ekki alveg passa inn.

„Lærðu meira um fótbolta, sérstaklega rangstöðuregluna," segir Victoria sem hefur þurft að horfa á ansi marga fótboltaleiki í gegnum tíðina í gegnum mann sinn, David Beckham. „Og já, ást við fyrstu sýn er til. Það gerist fyrir þig í leikmannasvítunni hjá Manchester United - þó að þú sért smá drukkin og því eru smáatriðin smá á reyki," segir Beckham um þeirra fyrsta hitting.

„Á meðan aðrir fótboltamenn standa á barnum með vinum sínum þá sérð þú David til hliðar með fjölskyldu sinni (hann er ekki einu sinni í byrjunarliðinu á þessum tímapunkti - þú ert sú sem er fræg.) Og hann er með svo fallegt bros. Þú ert líka náin fjölskyldu þinni og þér finnst þið passa vel saman. Hann mun biðja um símanúmerið þitt. (Hann á ennþá  flugmiðann á milli London og Manchester sem númerið er skrifað á).“

Svo talar hún einnig um óöryggið sem hún glímdi við í skóla þar sem henni fannst hún aldrei passa almennilega inn. „Þú heldur að skólastjórinn hafi sett þig aftast í skólasýninguna því að þú sért ekki nógu góð til að vera fremst.“

Skemmtilegt viðtal við flottan fatahönnuð og tískufyrirmynd! 

Skjáskot/Vogue





×