Sala Legokubba eykst en hagnaður ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 11:15 Helstu kennileiti Lundúna má finna í Legolandi, skemmtigarði Lego í dönsku borginni Billund. Vísir/Getty Danski leikfangaframleiðandinn Lego seldi ellefu prósent fleiri Legokubba á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili árið 2015. Velta fyrirtækisins á sama tímabili var nærri sextán milljarðar danskra króna, andvirði 272 milljarða íslenskra króna. Sala kubbanna jókst mest í Evrópu og Asíu. Hún hélst þó sú sama og hún var í fyrra bæði í Norður- og Suður-Ameríku. Þrátt fyrir aukninguna dróst hagnaður saman. Hagnaður fyrri hluta þessa árs var um 3,5 milljarðar danskra króna, andvirði sextíu milljarða íslenskra króna, samanborið við um 3,6 milljarða danskra króna fyrri hluta ársins 2015. Vöxtur fyrirtækisins var mikill á fyrri hluta ársins. Verksmiðjur voru opnaðar bæði í kínversku borginni Jiaxing og Monterrey í Mexíkó. Þá voru 3.500 nýir starfsmenn ráðnir, jafn margir og á öllu síðasta ári, og vinna nú um 18.500 hjá fyrirtækinu á heimsvísu. Í tilkynningu fyrirtækisins í gær sagði framkvæmdastjóri Lego, Jorgen Vig Knudstorp, að það að viðhalda slíkum vexti ár eftir ár í meira en áratug bæri vitni um alla þá möguleika sem börn finna í því að leika sér með Legokubba. Einnig væri erfiðisvinna rúmlega átján þúsund starfsmanna lykilþáttur. Tengdar fréttir Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto 7. september 2016 10:45 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danski leikfangaframleiðandinn Lego seldi ellefu prósent fleiri Legokubba á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili árið 2015. Velta fyrirtækisins á sama tímabili var nærri sextán milljarðar danskra króna, andvirði 272 milljarða íslenskra króna. Sala kubbanna jókst mest í Evrópu og Asíu. Hún hélst þó sú sama og hún var í fyrra bæði í Norður- og Suður-Ameríku. Þrátt fyrir aukninguna dróst hagnaður saman. Hagnaður fyrri hluta þessa árs var um 3,5 milljarðar danskra króna, andvirði sextíu milljarða íslenskra króna, samanborið við um 3,6 milljarða danskra króna fyrri hluta ársins 2015. Vöxtur fyrirtækisins var mikill á fyrri hluta ársins. Verksmiðjur voru opnaðar bæði í kínversku borginni Jiaxing og Monterrey í Mexíkó. Þá voru 3.500 nýir starfsmenn ráðnir, jafn margir og á öllu síðasta ári, og vinna nú um 18.500 hjá fyrirtækinu á heimsvísu. Í tilkynningu fyrirtækisins í gær sagði framkvæmdastjóri Lego, Jorgen Vig Knudstorp, að það að viðhalda slíkum vexti ár eftir ár í meira en áratug bæri vitni um alla þá möguleika sem börn finna í því að leika sér með Legokubba. Einnig væri erfiðisvinna rúmlega átján þúsund starfsmanna lykilþáttur.
Tengdar fréttir Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto 7. september 2016 10:45 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto 7. september 2016 10:45
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent