Gilhagi, eignarhaldsfélag Arnaldar Indriðasonar, hagnaðist um tæplega 107 milljónir króna í fyrra. Það er um 14 milljónum krónum minna en árið á undan. Eignir félagsins í lok síðasta árs námu 760 milljónum króna, samkvæmt samandregnum ársreikningi. Hafa þær aukist um hundrað milljónir á einu ári. Skuldirnar nema tæplega 25 milljónum.
Arnaldur Indriðason hefur skrifað 20 bækur, þar af eru fimmtán þeirra sem fjalla um rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson. Hann var að auki meðhöfundur að handriti myndarinnar Reykjavík-Rotterdam. Bækur hans hafa selst um allan heim og má segja að Arnaldur sé langþekktasti núlifandi íslenski rithöfundurinn.
Arnaldur fékk í fyrra sérstaka heiðursviðurkenningu á Íslensku útflutningsverðlaununum. Sú viðurkenning er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land og þjóð.
Arnaldur Indriðason á 760 milljónir króna
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent
