Glamour

Jared Leto í baði fyrir Gucci

Ritstjórn skrifar
Skjáskot

Leikarinn Jared Leto er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð fyrir Gucci Guilty ilmvatnið. 

Leto hefur löngum verið mikill aðdáandi tískuhússins fræga og í herferðinni má meðal annars sjá hann í baði með fyrirsætunni Julia Hafstrom og Vera Van Erp situr við hliðiná baðkarinu. 

Tískuhúsið birti í dag smá stiklu úr herferðinni á Instagram síðu sinni og óhætt að segja að herferðin hafi vakið athygli en auglýsingin sjálf verður frumsýnd í heild sinni í næsta mánuði. 

Jared Leto glæsilegur í draumaflíkinni sinni frá Gucci. Mynd/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.