Hún mætti snemma á rauða dregilinn, sem var þó ljós blár í þetta skiptið, sem er heldur óvenjulegt hjá söngkonunni knáu. Það þykir enn sterkari vísbending um að hún muni koma fram þar sem hún þarf líklega að vera mætt snemma baksviðs til þess að gera til tilbúna.
Þar mætti hún ásamt dóttur sinni klædd í stórglæsilegan fjaðrakjól frá Maison Francesco Scognamiglio. Þær mæðgurnar voru eins og sannkallaðir englar eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Enginn Jay-Z var sjáanlegur á svæðinu.


