Glamour

Sigrún Eva andlit nýrrar undirfatalínu Valentine NYC

Ritstjórn skrifar
Sigrún Eva Jónsdóttir
Sigrún Eva Jónsdóttir GLAMOUR/SKJÁSKOT

Paloma Jonas and Whitney Brown eru tvíeykið á bakvið undirfata merkið Valentine NYC sem sérhæfir sig í fallegum og þægilegum blúndu nærfötum án spanga.

Nú eru þær stöllur í fyrsta skipti að koma út með brúðarlínu og það er engin önnur en íslenska fyrirsætan Sigrún Eva sem er andlit herferðarinnar. Línan er afslappaðari og meira í takt við tískuna en gengur og gerist í brúðar undirfatnaði en um leið mjög rómantísk og falleg. Ekki skemmir fyrir að flestar vörurnar er hægt að nota hvenær sem er, ekki bara á brúðkaupsdaginn.

Falleg blúndu nærrföt. GLAMOUR/SKJÁSKOT
Falleg smáatriði á undirfötunum. GLAMOUR/SKJÁSKOT
GLAMOUR/SKJÁSKOT
Rómantískt og fallegt. GLAMOUR/GETTY


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.