Glamour

Victoria Beckham gefur út förðunarlínu

Ritstjórn skrifar
Victoria er alltaf smekklega máluð og því er líklegt að margir vilja fá ráð frá henni.
Victoria er alltaf smekklega máluð og því er líklegt að margir vilja fá ráð frá henni. Mynd/Instagram
Fatahönnuðurinn og fyrrum Kryddpían Victoria Beckham hefur heldur betur haft mikil áhrif á tískuheimin allt frá því að hún kom fram á sjónarsviðið á tíundaáratug seinustu aldar. Síðan þá hefur hún verið með öfundsverðan stíl, hárgreiðslu og að sjálfsögðu líka förðun. 

Hún er með sína eigin fatalínu sem heitir einfaldlega Victoria Beckham en núna mun hún gefa út sína eigin förðunarlínu í samstarfi við Estée Lauder. Línan inniheldur helstu nauðsynjavörurnar sem að Victoria notar á hverjum degi en hún útskýrir hvernig hún notar þær í myndbandinu hér fyrir neðan. 

Förðunin hennar tekur aðeins fimm mínútur að skella á sig en hún er einföld og látlaus. Það verða eflaust margar konur sem munu nýta sér þetta einstaka tækifæri og næla sér í förðunarvörur sem eru hannaðar af einni smekklegustu konu heims. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.