Yeezy Season 4 verður sýnd á tískuvikunni í New York Ritstjórn skrifar 18. ágúst 2016 11:30 Kanye West kemur til með að sýna nýjustu línu sína, Yeezy Season 4, á tískuvikunni í New York í næsta mánuði. Það er ekki vitað hvar tískusýningin verður en hann sýndi seinustu línu sína, Yeezy Season 3, í Madison Square Garden. Sú sýning fékk frábærar undirtektir enda gerast tískusýningar varla stærri og flottari en það. Fyrstu tvær sýningarnar hans voru töluvert minni en þær voru haldnar í galleríum í New York. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Kanye mun tækla næstu línu sína og kynninguna á henni en okkur grunar að það verði stórt og muni ekki fara framhjá neinum. Yeezy Season er framleitt og hannað af Kanye í samstarfi við Adidas, sem voru nýlega að framlengja samninginn við rapparann vinsæla. Í framtíðinni munu þau opna sér búðir fyrir Yeezy Season, líkt og Adidas hefur gert með hönnuðinum Yohji Yamamoto sem er með merkið Y-3 í samstarfi við þýska íþróttamerkið. Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour
Kanye West kemur til með að sýna nýjustu línu sína, Yeezy Season 4, á tískuvikunni í New York í næsta mánuði. Það er ekki vitað hvar tískusýningin verður en hann sýndi seinustu línu sína, Yeezy Season 3, í Madison Square Garden. Sú sýning fékk frábærar undirtektir enda gerast tískusýningar varla stærri og flottari en það. Fyrstu tvær sýningarnar hans voru töluvert minni en þær voru haldnar í galleríum í New York. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Kanye mun tækla næstu línu sína og kynninguna á henni en okkur grunar að það verði stórt og muni ekki fara framhjá neinum. Yeezy Season er framleitt og hannað af Kanye í samstarfi við Adidas, sem voru nýlega að framlengja samninginn við rapparann vinsæla. Í framtíðinni munu þau opna sér búðir fyrir Yeezy Season, líkt og Adidas hefur gert með hönnuðinum Yohji Yamamoto sem er með merkið Y-3 í samstarfi við þýska íþróttamerkið.
Mest lesið Flip flop skór með hæl Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour 3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour