Það er ekki bara ræðan sem vakti athygli en kjóllinn sem Melania klæddist sló í gegn og er nú uppseldur á vefversluninni Net-a-Porter þar sem hann kostar tæpar 270 þúsund íslenskar krónur.
Um er að ræða hvítan kjól frá fatahönnuðinum Roksanda Ilincic, sem er kvenlegur í sniðinu, hnésíður og með skemmtilegum útvíðum ermum. Melania ku sjálf hafa keypt kjólinn á síðunni en lét þó breyta ermunum í púff frekar en útvítt.

