Þjóðfylkingin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2016 07:00 Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.