Glamour

Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery

Ritstjórn skrifar
Keira er glæsileg í nýju auglýsingunum.
Keira er glæsileg í nýju auglýsingunum. Mynd/Chanel

Keira Knightley er í miklu uppáhaldi hjá Chanel og yfirhönnuðinum Karl Lagerfeld. í gegnum tíðina hefur hún verið andlit ilmvatnsins Coco Madamoiselle og Rogue Coco varalitsins. Nú hefur hún verið fengin sem andlit Chanel Jewellery, eða skartgripalínu Chanel. 

Auglýsingarnar eru teknar af Mario Testino, einum frægasta tískuljósmyndara heims sem starfar reglulega með helstu tískuhúsunum og tímaritunum.

Karl Lagerfeld er duglegur að halda í klassísku Chanel fyrirsæturnar sínar en ásamt Keiru hafa Cara Delevigne, Lily-Rose Depp, Gisele Bunchen og Kirsten Stewart setið reglulega fyrir hinar ýmsu vörulínur Chanel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.