Draumkennd sýning Hildar Yeoman í kvöldsólinni Ritstjórn skrifar 6. júní 2016 12:30 Myndir/Saga Sig Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hélt sýninguna Transcendence í Lækningaminjasafninu í Reykjavík á föstudaginn og er óhætt að segja að áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Á sýningunni, sem var innsetning í tengslum við Listahátíð í Reykjavík þar sem telft var saman hönnun, ljósmyndun og myndlist, sýndi Hildur nýja fatalínu. Í tilkynningu um sýninguna segir að „Í Transcendence er farið inn á mörk drauma og svefns og haldið er í ferðalag um þá handanveru sem er manninum hvoru tveggja kunnugleg og framandi í senn.“ Mjög áhugaverð sýning frá Hildi sem var i hennar anda, fatnaðurinn bar keim af glamrokk með fallegum munstrum, kvenlegum sniðum og góðri blöndu af netaefni og skínandi silfri. Fötin eru svo væntanleg í sölu í haust - svo það er bara að byrja að láta sig dreyma. Myndirnar tók Saga Sig. Sýningunni lauk undir berum himni enda var veðrið í sparigírnum á föstudaginn.Fjölmargir áhorfendur sem nutu sýningarinnar.Hildur ásamt syni sínum í lok sýningarinnar. Glamour lét sig ekki vanta á Transcendence, sýningu Hildar Yeoman í Lækningaminjasafninu í kvöld. Óvenjuleg og falleg sýning þar sem fyrirsæturnar gengu ekki hinn hefðbundna tiskupall, heldur dönsuðu og gengu um rýmið. #glamouriceland #hilduryeoman A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:20pm PDT Sýningu @hilduryeoman lauk undir berum himni, þar sem fyrirsæturnar dönsuðu í grasinu, enda ekki annað hægt þegar íslensku sumarkvöldin skarta sínu besta #glamouriceland #hilduryeoman A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:44pm PDT Glamour Tíska Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour
Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hélt sýninguna Transcendence í Lækningaminjasafninu í Reykjavík á föstudaginn og er óhætt að segja að áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Á sýningunni, sem var innsetning í tengslum við Listahátíð í Reykjavík þar sem telft var saman hönnun, ljósmyndun og myndlist, sýndi Hildur nýja fatalínu. Í tilkynningu um sýninguna segir að „Í Transcendence er farið inn á mörk drauma og svefns og haldið er í ferðalag um þá handanveru sem er manninum hvoru tveggja kunnugleg og framandi í senn.“ Mjög áhugaverð sýning frá Hildi sem var i hennar anda, fatnaðurinn bar keim af glamrokk með fallegum munstrum, kvenlegum sniðum og góðri blöndu af netaefni og skínandi silfri. Fötin eru svo væntanleg í sölu í haust - svo það er bara að byrja að láta sig dreyma. Myndirnar tók Saga Sig. Sýningunni lauk undir berum himni enda var veðrið í sparigírnum á föstudaginn.Fjölmargir áhorfendur sem nutu sýningarinnar.Hildur ásamt syni sínum í lok sýningarinnar. Glamour lét sig ekki vanta á Transcendence, sýningu Hildar Yeoman í Lækningaminjasafninu í kvöld. Óvenjuleg og falleg sýning þar sem fyrirsæturnar gengu ekki hinn hefðbundna tiskupall, heldur dönsuðu og gengu um rýmið. #glamouriceland #hilduryeoman A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:20pm PDT Sýningu @hilduryeoman lauk undir berum himni, þar sem fyrirsæturnar dönsuðu í grasinu, enda ekki annað hægt þegar íslensku sumarkvöldin skarta sínu besta #glamouriceland #hilduryeoman A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:44pm PDT
Glamour Tíska Mest lesið Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour Allt í plasti hjá Calvin Klein Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour