Gott fyrir þá sem þurfa minna en 55 fermetra Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2016 21:00 Byggingarkostnaður minnstu íbúða lækkar verulega vegna reglugerðarbreytingar. Gagnrýnt er að breytingin nái ekki með sama hætti til meðalstórra íbúða sem henta barnafjölskyldum. Breyting sem gerð var á byggingarreglugerð fyrir fjórum árum hafði það markmið að fatlaðir hefðu gott aðgengi að öllum íbúðum. Þá var gagnrýnt að breytingin þýddi umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, þar sem gerðar voru kröfur um stærri rými.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrita nýju reglugerðina.Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.En nú er umhverfisráðherra búinn að breyta reglugerðinni, sveigjanleiki er aukinn og leyft að byggja allt niður í 20 fermetra íbúðir. Þá er til dæmis dregið úr kröfum um lágmarksbreidd á göngum og stigum. „Við fögnum þessum breytingum á reglugerðinni. Þetta er jákvætt skref og sennilega stærsta skrefið í átt að lækkun byggingarkostnaðar frá því upphafleg reglugerð var sett fyrir fjórum árum síðan,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Stöð 2. „Þannig að í stórum dráttum erum við mjög jákvæð á breytingarnar. Þetta getur lækkað byggingarkostnað allverulega.“ Hann kveðst sannfærður um að kostnaðarlækkun muni skila sér til húsnæðiskaupenda en treystir sér ekki til að nefna hversu mikil hún gæti orðið. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Einar Árnason.„En það eru þarna tilslakanir, eða aukinn sveigjanleiki í hönnun og þess háttar, sem getur þýtt það að þetta hlaupi á einhverjum prósentum. En ég treysti mér ekki til að orða það nánar en það.“ Breytingin er mest gagnvart smæstu íbúðunum sem eru 55 fermetrar eða minni. En það er ekki endilega sú stærð sem fjölskyldur með kannski 2-3 börn eru að leita að. Samtök iðnaðarins gagnrýna að ekki skuli gengið lengra til móts við þann hóp. Þannig segir Almar mikla þörf á byggingu meðalstórra íbúða sem henti barnafjölskyldum. „Barnafólk er líklega að kalla mest eftir íbúðum sem eru af stærðargráðunni 60 til 90 fermetrar. Það væri hægt að ganga lengra hvað slíkar íbúðir varðar, - þó vissulega skipti þetta máli varðandi smærri íbúðir. Við verðum að taka það fram,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tengdar fréttir Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22 Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00 Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43 Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Byggingarkostnaður minnstu íbúða lækkar verulega vegna reglugerðarbreytingar. Gagnrýnt er að breytingin nái ekki með sama hætti til meðalstórra íbúða sem henta barnafjölskyldum. Breyting sem gerð var á byggingarreglugerð fyrir fjórum árum hafði það markmið að fatlaðir hefðu gott aðgengi að öllum íbúðum. Þá var gagnrýnt að breytingin þýddi umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, þar sem gerðar voru kröfur um stærri rými.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrita nýju reglugerðina.Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.En nú er umhverfisráðherra búinn að breyta reglugerðinni, sveigjanleiki er aukinn og leyft að byggja allt niður í 20 fermetra íbúðir. Þá er til dæmis dregið úr kröfum um lágmarksbreidd á göngum og stigum. „Við fögnum þessum breytingum á reglugerðinni. Þetta er jákvætt skref og sennilega stærsta skrefið í átt að lækkun byggingarkostnaðar frá því upphafleg reglugerð var sett fyrir fjórum árum síðan,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Stöð 2. „Þannig að í stórum dráttum erum við mjög jákvæð á breytingarnar. Þetta getur lækkað byggingarkostnað allverulega.“ Hann kveðst sannfærður um að kostnaðarlækkun muni skila sér til húsnæðiskaupenda en treystir sér ekki til að nefna hversu mikil hún gæti orðið. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Einar Árnason.„En það eru þarna tilslakanir, eða aukinn sveigjanleiki í hönnun og þess háttar, sem getur þýtt það að þetta hlaupi á einhverjum prósentum. En ég treysti mér ekki til að orða það nánar en það.“ Breytingin er mest gagnvart smæstu íbúðunum sem eru 55 fermetrar eða minni. En það er ekki endilega sú stærð sem fjölskyldur með kannski 2-3 börn eru að leita að. Samtök iðnaðarins gagnrýna að ekki skuli gengið lengra til móts við þann hóp. Þannig segir Almar mikla þörf á byggingu meðalstórra íbúða sem henti barnafjölskyldum. „Barnafólk er líklega að kalla mest eftir íbúðum sem eru af stærðargráðunni 60 til 90 fermetrar. Það væri hægt að ganga lengra hvað slíkar íbúðir varðar, - þó vissulega skipti þetta máli varðandi smærri íbúðir. Við verðum að taka það fram,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Tengdar fréttir Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22 Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00 Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43 Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22
Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00
Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43
Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14