Erlent

Zika-veiran: 2,2 milljarðar jarðarbúa búa á hættusvæðum

Tryggvi Páll Trygggvason skrifar
Vísindamenn hafa kortlagt hvaða svæði heimsins stafar mest ógn af Zika-veirunni.
Vísindamenn hafa kortlagt hvaða svæði heimsins stafar mest ógn af Zika-veirunni. Samsett/Getty/Oxford-háskóli
2.2 milljarðar jarðarbúa búa á svæðum í heiminum þar sem aðstæður fyrir útbreiðslu Zika-veirunnar eru hagstæðar. Þetta kemur fram í ítarlegri kortlagningu vísindamanna sem birtist í vísindatímaritinu eLife.

Zika-veiran, sem dreifist með ákveðinni tegund moskító-flugna, hefur orsakað alþjóðlegan heilbrigðisvanda síðastliðið ár en staðfest hefur verið að vírusinn getur orsakað alvarlegan fósturskaða.

Vísindamenn hafa útbúið ítarleg kort til þess að finna út hvar Zika-veiran getur þrifist vel svo betur megi bregðast við vandanum. Kortin byggja á ítarlegri greiningu en vísindamennirnir nýttu sér nákvæm landfræðileg gögn og gögn um umhverfisaðstæður auk greiningu á útbreiðslu Zika-veirunnar til þess að komast að því hvaða svæði heimsins væri í mestri hættu.

Svæði í kringum miðbauginn í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, auk Mexíkó og hluta af Ástralíu og Bandaríkjunum eru talin vera í mestri hættu. Alls búa um 2,2 milljarðar jarðarbúa á þeim svæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæðin.

Stór hluti Suður-Ameríku telst vera hættusvæði en þar hafa langflest tilfelli greinst til þessa en þúsundir barna hafa greinst með fósturskaða af völdum Zika-veirunnar. Vísindamennirnir segja að moskító-flugan sé ekki eina skilyrðið, einnig þurfi að vera nógu heitt til þess að Zika-veiran geti fjölgað sér innan í flugunum auk þess sem að ákveðin fjölda fólks þarf til þess að veiran smitist hratt.

Rauðu svæðin á kortinu hér fyrir neðan eru þau svæði sem talin eru vera í mestri hættu.

Mynd/Oxford-háskóli

Tengdar fréttir

Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum

Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×