Viðskipti innlent

Vilhjálmur: Stjórnvöld í Lúxemborg vissu alltaf af Tortóla-félaginu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vilhjálmur Þorsteinsson
Vilhjálmur Þorsteinsson Vísir/arnþór

„Eignarhaldsfélag mitt Meson Holding var í eignastýringu hjá Kaupþingi Lúxemborg á árunum 2000-2008. Vegna regluverks um slík félög í Lúxemborg var það praxís bankans að stofna dótturfélög fyrir þau á Bresku jómfrúreyjum – með fullri vitund stjórnvalda í Lúxemborg – ef viðskiptavinur vildi geta fjárfest í öðru en hlutabréfum, skuldabréfum og fasteignum,“ skrifar Vilhjálmur Þorsteinsson í pistli á Pressunni.

Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að Vilhjálmur átti félag, M-Trade, sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum. Félagið var stofnað árið 2001 og afskráð 2012. Nafn Vilhjálms er ekki að finna í skjölunum en eigandi M-Trade, var félag í eigu Vilhjálms.

Vilhjálmur var gjaldkeri Samfylkingarinnar þar til hann hætti 31. mars síðastliðinn vegna væntanlegrar umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um Panama-skjölin. Í ljósi fréttanna nú hefur hann einnig hætt sem stjórnarmaður Kjarnans.

Í bloggfærslu Vilhjálms segir hann að hann hafi ekki með nokkru móti tengst „viðskiptafléttum af því tagi sem lýst var í þættinum og gengu út á lán til hlutabréfakaupa án áhættu.“ Þá segir hann að ekkert í tengslum við félag hans hafi áhrif til lækkunar á skattgreiðslum í Lúxemborg eða hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.