Viðskipti innlent

Lægsta boð 59% af áætlun

Svavar Hávarðsson skrifar
Lægsta tilboð er tæpur hálfur milljarður.
Lægsta tilboð er tæpur hálfur milljarður. mynd/landsnet

Fyrirtækið Metalogalva í Portúgal átti lægsta tilboðið í stálmöstur þriggja háspennulína Landsnets, Kröflu­línu 4, Þeistareykjalínu 1 og Suðurnesja­línu 2, en alls bárust fimmtán tilboð í möstrin og voru tólf þeirra undir kostnaðaráætlun.



Metalogalva bauð tæpar 3,2 milljónir evra, eða 465 milljónir íslenskra króna, um 59 prósent af kostnaðaráætlun.



Landsnet mun nú fara yfir tilboðin og í framhaldi af því verður rætt við lægstbjóðendur.



Gert er ráð fyrir að möstur Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum, komi til landsins í sumar en möstur Þeistareykjalínu 1, frá Þeistareykjum að Bakka, og Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels á Reykjanesi, verði afhent í byrjun næsta árs. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×