Ríkið ræðst til atlögu við einkarekstur og neytendur Skjóðan skrifar 23. mars 2016 10:00 Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk. Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk.
Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira