Skortsölumarkaður ógegnsær hér á landi Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 14:00 Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hjá GAMMA Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lítið gegnsæi ríkir á markaði með skortsölu hér á landi. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri, hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA, en hann flutti erindi um skortsölu á fundi Ungra fjárfesta í síðustu viku. „Í flestum kauphöllum erlendis er uppfært reglulega hvað mikið er útistandandi í skortstöðu.“ Jóhann segir að slíkt kerfi sé ekki við lýði hér á landi en æskilegt væri að Kauphöllin tæki upp slíkt kerfi svo allir aðilar á markaði hefðu sömu upplýsingar. Til þess að það sé mögulegt þyrfti ákveðnar lagabreytingar til. „Þetta getur orðið til þess að aðili sem á mikið af bréfum sem hann getur lánað með meiri upplýsingar en markaðurinn um hvað er verið að skortselja,“ segir hann. Skortsala gengur þannig fyrir sig að fjárfestar fá lánuð hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir selja í kjölfarið á markaði. Fjárfestarnir kaupa svo hlutabréfin aftur áður en þeir þurfa að skila þeim og vonast til að bréfin hafi lækkað í millitíðinni. Þannig reyna þeir að hagnast á lækkandi hlutabréfaverði. „Í grunninn ertu að veðja á móti markaðnum eða ákveðnu hlutabréfi.“ Hann segir að að virkur skortsölumarkaður eigi að draga úr sveiflum á markaði og þannig skapa heilbrigðari verðlagningu. Þetta geti dregið úr líkum á hlutabréfabólu. „Þegar þú getur bara keypt bréf á markaði þá skapar það hvata sem eru ekki eðlilegir á markaði.“ Jóhann bendir á að lífeyrissjóðirnir líti svo á að þeir megi ekki stunda skortsölu né lána bréf og Fjármálaeftirlitið sé sammála þeirri túlkun. „Skortur á lánsbréfum er oft stærsta vandamálið við skortsölu á Íslandi þar sem þeir eru stærstu fjárfestarnir í flestum skráðum hlutafélögunum. Þannig að það er búið að taka út stóran hluta af þeim bréfum sem mögulegt er að fá lánað.“ „Þetta getur bæði stuðlað að virkari markaði og þeir fengju einnig greidda leigu á bréfunum. Þeir væru því að bæta ávöxtun sína án þess að taka aukna áhættu.“ Ýmsar hættur þarf að varast við skortsölu að sögn Jóhanns. „Eðli hlutabréfa er að hækka yfir tíma. Þannig að langtíma skortsala er mjög erfið að eiga við nema að þú sért í efnahag sem er í mikilli niðursveiflu eða fyrirtæki séu í rosalegum rekstrarerfiðleikum,“ segir hann.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira