Glamour

Dóttir Madonnu nýtt andlit hjá Stella McCartney

Ritstjórn skrifar
Glamour/Instagram

Dóttir söngkonunnar Madonnu, Lourdes Leon, er nýtt andlit hjá Stella McCartney. Þetta tilkynnti hönnuðurinn á Instagramsíðu sinni í dag. 

Þetta er í fyrsta sinn sem hin 19 ára gamla Lourdes, eða Lola, situr fyrir, en þrátt fyrir að eiga móður sem er ein frægasta söngkona heims, þá hefur henni tekist að halda sér nokkuð frá sviðsljósinu.

Lola situr fyrir í auglýsingaherferð fyirir nýjan ilm, Pop, sem væntanlegur er í verslanir 7.apríl. 

Nýji ilmurinn, Pop


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.