HönnunarMars: Einstök hönnun í Snúrunni Ritstjórn skrifar 12. mars 2016 11:30 Finnsdóttir Glamour BY HAND er samsýning þar sem Finnsdóttir, Further North og Pastelpaper sýna nýja hönnun sýna. Merkin sérhæfa sig í hlutum fyrir heimilið og sýnir Finnsdóttir þar einstök keramík verk, Further North kynnir nýja línu af textílvörum sem unnin er í samvinnu við grafíska hönnuðinn Arnar Fells og Pastelpaper kynnir ný þrívíð verk. Við hittum á íslenska/danska hönnuðinn Þóru Finnsdóttur og spjölluðum við hana um hönnun og HönnunarMars. Hver er þinn bakgrunnur? „Ég útskrifaðist úr Danmarks Design skólanum sem keramíkhönnuður árið 2009 en ég stundaði áður nám við líffræði. Ég var alltaf að búa eitthvað til úr leir en leit þó aðeins á það sem áhugamál í frítíma þrátt fyrir að það var það sem mig langaði til að gera. Það var ekki fyrr en eftir að ég eignaðist barn að ég fékk annan fókus og skipti þá um nám.”Hvernig kom Finnsdottir til? „Ég byrjaði á að gera Pipanella línuna fyrir árlegan jólamarkað í skólanum, það eru litlir blómavasar sem ég stimplaði með ólíku mynstri sem ég fékk frá öllum mögulegu hlutum meðal annars sápu, tölum eða belti. Pipanella vasarnir seldust rosalega vel og það var þá sem ég uppgötvaði ég að það var eitthvað sérstakt við það sem ég var með í höndunum. Ég byrjaði þá að skoða hluti á flóamörkuðum, ódýrt dót og gamalt, eitthvað sem enginn myndi banna mér að nota áfram í mína hönnun. Mér þótti spennandi að vinna með gamalt dót með sögu, gamlir hlutir sem fáir vildu eiga og gefa þeim nýtt líf. Það var byrjunin á Finnsdóttir, að breyta einhverju sem var þegar til, í eitthvað allt annað og gefa því nýtt líf.” Þóra tekur upp kertastjaka frá Finnsdóttir og útskýrir að partur af honum sé afsteypa af rjómasprautu og hinn partur þess var afsteypa af lítilli nuddrúllu úr tréi. „Það er þó mikilvægt að fólk sjái ekki beint hvað þetta var áður, hluturinn er kannski kunnulegur á einhvern hátt en þú veist ekki hvernig. Það gerir hann skemmtilegan og spennandi, og það fannst mér einnig spennandi hugmynd að vinna með.” Blaðamaður stóðst ekki mátið og fékk Þóru þá til að útskýra úr hverju blómavasinn í hennar eigu væri. “Partur af vasanum er afsteypa af glerskermi, litlu plastbarnadóti sem hægt var að stafla, glerskál á hvolfi og tvær glerskálar sem liggja saman og mynda hringlaga form.”Hvernig myndir þú lýsa þinni hönnun? “Hún sker sig úr fjöldanum, ég vil að mín hönnun segi sögu en hefur jafnframt notagildi og er eitthvað sem þú vilt skoða og halda áfram að skoða. Hún er smá skrítin, ekki “of nice” og vekur þig til umhugsunar.” Blaðamaður spyr Þóru hvað henni þyki um vinsældir sínar á Ísland. „Finnsdóttir vörurnar eru mjög vinsælar hér, það er eitthvað sérstakt í gangi á Íslandi varðandi vinsældirnar og hjartað mitt hlýnar við viðbrögðunum. Þó svo að ég hafi alltaf búið í Danmörku þá er Ísland mitt annað heimili og er partur af mér.“Lumar þú á ráði handa upprennandi hönnuðum, hvað þarf til að ná langt í bransanum? Það er mjög erfitt að byrja og þá þarft þú að vinna gífurlega mikið, en það þarf líka að muna að passa uppá sjálfan sig. Finna fólk til að vinna með svo að þú standir ekki alveg einn í þessu. Ég gerði allt sjálf í byrjun og náði aldrei að vinna nógu hratt til að anna eftirspurn en núna er ég með fleira fólk með mér og get aftur einbeitt mér að hönnuninni sem ég nýt best. Ásamt Þóru má sjá verk þeirra Auðar Gnáar innanhússhönnuðar sem rekur hönnunarmerkið Further North, ásamt Lindu Jóhannsdóttur sem kynnir ný þrívíð verk undir nafninu Pastelpaper. Opnunartímar HönnunarMars í Snúrunni eru: Laugardaginn 12 mars, 12:00-18:00 Sunnudaginn 13 mars, 12:00-16:00 Glamour Tíska Mest lesið Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour Sturlaðir tímar Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Fimm nauðsynjar fyrir Versló Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour
BY HAND er samsýning þar sem Finnsdóttir, Further North og Pastelpaper sýna nýja hönnun sýna. Merkin sérhæfa sig í hlutum fyrir heimilið og sýnir Finnsdóttir þar einstök keramík verk, Further North kynnir nýja línu af textílvörum sem unnin er í samvinnu við grafíska hönnuðinn Arnar Fells og Pastelpaper kynnir ný þrívíð verk. Við hittum á íslenska/danska hönnuðinn Þóru Finnsdóttur og spjölluðum við hana um hönnun og HönnunarMars. Hver er þinn bakgrunnur? „Ég útskrifaðist úr Danmarks Design skólanum sem keramíkhönnuður árið 2009 en ég stundaði áður nám við líffræði. Ég var alltaf að búa eitthvað til úr leir en leit þó aðeins á það sem áhugamál í frítíma þrátt fyrir að það var það sem mig langaði til að gera. Það var ekki fyrr en eftir að ég eignaðist barn að ég fékk annan fókus og skipti þá um nám.”Hvernig kom Finnsdottir til? „Ég byrjaði á að gera Pipanella línuna fyrir árlegan jólamarkað í skólanum, það eru litlir blómavasar sem ég stimplaði með ólíku mynstri sem ég fékk frá öllum mögulegu hlutum meðal annars sápu, tölum eða belti. Pipanella vasarnir seldust rosalega vel og það var þá sem ég uppgötvaði ég að það var eitthvað sérstakt við það sem ég var með í höndunum. Ég byrjaði þá að skoða hluti á flóamörkuðum, ódýrt dót og gamalt, eitthvað sem enginn myndi banna mér að nota áfram í mína hönnun. Mér þótti spennandi að vinna með gamalt dót með sögu, gamlir hlutir sem fáir vildu eiga og gefa þeim nýtt líf. Það var byrjunin á Finnsdóttir, að breyta einhverju sem var þegar til, í eitthvað allt annað og gefa því nýtt líf.” Þóra tekur upp kertastjaka frá Finnsdóttir og útskýrir að partur af honum sé afsteypa af rjómasprautu og hinn partur þess var afsteypa af lítilli nuddrúllu úr tréi. „Það er þó mikilvægt að fólk sjái ekki beint hvað þetta var áður, hluturinn er kannski kunnulegur á einhvern hátt en þú veist ekki hvernig. Það gerir hann skemmtilegan og spennandi, og það fannst mér einnig spennandi hugmynd að vinna með.” Blaðamaður stóðst ekki mátið og fékk Þóru þá til að útskýra úr hverju blómavasinn í hennar eigu væri. “Partur af vasanum er afsteypa af glerskermi, litlu plastbarnadóti sem hægt var að stafla, glerskál á hvolfi og tvær glerskálar sem liggja saman og mynda hringlaga form.”Hvernig myndir þú lýsa þinni hönnun? “Hún sker sig úr fjöldanum, ég vil að mín hönnun segi sögu en hefur jafnframt notagildi og er eitthvað sem þú vilt skoða og halda áfram að skoða. Hún er smá skrítin, ekki “of nice” og vekur þig til umhugsunar.” Blaðamaður spyr Þóru hvað henni þyki um vinsældir sínar á Ísland. „Finnsdóttir vörurnar eru mjög vinsælar hér, það er eitthvað sérstakt í gangi á Íslandi varðandi vinsældirnar og hjartað mitt hlýnar við viðbrögðunum. Þó svo að ég hafi alltaf búið í Danmörku þá er Ísland mitt annað heimili og er partur af mér.“Lumar þú á ráði handa upprennandi hönnuðum, hvað þarf til að ná langt í bransanum? Það er mjög erfitt að byrja og þá þarft þú að vinna gífurlega mikið, en það þarf líka að muna að passa uppá sjálfan sig. Finna fólk til að vinna með svo að þú standir ekki alveg einn í þessu. Ég gerði allt sjálf í byrjun og náði aldrei að vinna nógu hratt til að anna eftirspurn en núna er ég með fleira fólk með mér og get aftur einbeitt mér að hönnuninni sem ég nýt best. Ásamt Þóru má sjá verk þeirra Auðar Gnáar innanhússhönnuðar sem rekur hönnunarmerkið Further North, ásamt Lindu Jóhannsdóttur sem kynnir ný þrívíð verk undir nafninu Pastelpaper. Opnunartímar HönnunarMars í Snúrunni eru: Laugardaginn 12 mars, 12:00-18:00 Sunnudaginn 13 mars, 12:00-16:00
Glamour Tíska Mest lesið Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour Sturlaðir tímar Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Fimm nauðsynjar fyrir Versló Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour