Handbolti

Guðjón og félagar fóru auðveldlega áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur.
Guðjón Valur. vísir/epa
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Barcelona komust í undanúrslitin í spænska bikarnum í gær en liðið lagði Granollers, 32-24, í mjög ójöfnum leik.

Liðið vann því báða leikina nokkuð örugglega og flaug áfram í final four helgina á Spáni. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram 7. og 8. maí.

Barcelona er í algjörum sérflokki á Spáni og verður erfitt fyrir önnur lið að gera eitthvað á móti þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×