Glamour

Ný götutískustjarna í New York

Ritsjórn skrifar
Glamour/Instagram

Duncan er ósköp venjulegur hundur sem býr í tískuborginni New York.

Þrátt fyrir að vera einungis árs gamall, þá er hann strax kominn með sína eigin Instagram síðu þar sem hann raðar inn fylgjendum daglega. 

Duncan The Wonder Dog, eins og hann er kallaður á Instagram hefur á aðeins 7 vikum sankað að sér nær 5.830 fylgjendum og fer þeim ört fjölgandi.

Á Instagram síðu hans má meðal annars sjá daglegt líf hans, en hann er mikill tískuaðdáandi og er oft á tíðum klæddur í flottar peysur og jakka og gengur um með klúta, keðjur og skikkju. Má segja að hann sé kominn í hóp götutískustjarna sem gaman er að fylgjast með.

Duncan er allavegana í uppáhaldi hjá ritstjórn Glamour, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af síðunni hans.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.