Á ég að gæta stóra bróður míns? Pawel Bartoszek skrifar 19. mars 2016 07:00 Okkur vantar ekki Mannréttindastofnun ríkisins. Öflugasta mannréttindabaráttan er barátta sem einstaklingar og félög heyja í gegnum dómskerfið með aðstoð sjálfstæðra lögmanna. Það er þannig sem fólk sækir framfærslurétt sinn. Það er þannig sem Akureyrarbær fær skammir fyrir að reka starfsmann fyrir eitthvað sem hann segir á netinu. Það er þannig sem flóttamenn komast hjá því að vera sendir úr landi. Saga mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum er ótrúleg. Hvort sem um er að ræða mannréttindi svartra, samkynhneigðra eða fólks sem vill neyta fíkniefna, eru það alls staðar sjálfstæð félög sem leiða baráttuna. Það væri gaman að sjá meira af slíku hér. Ef ég verð rugl-ríkur dreymir mig um að koma á stofnun um borgaraleg réttindi. Hún myndi berjast fyrir rétti unglinga til að spila körfu eftir miðnætti og sækja tónleika. Foreldrum landsins til armæðu. Sumum hlutum er betur fyrir komið utan báknsins. Árlegar tölur yfir kynjahlutfall þáttastjórnenda í útvarpsþáttum geta verið forvitnilegar. En Reykjavíkurborg á ekki að telja þetta. Sumir vilja leyfa dóp. Það er mannréttindamál. En borgin þarf heldur ekki að leiða slíkan slag. Hvers kyns opinberar mannréttindastofnanir geta gert gagn í því að tryggja vinsæl og rótgróin mannréttindi. En í hinu tekst þeim oft síður til. Það var til dæmis ekki mannréttindakerfi Reykjavíkurborgar sem gætti að óvinsælu málfrelsi starfsmanna borgarinnar. Það voru kjörnir fulltrúar Hildur Sverrisdóttir og Halldór Auðar Svansson sem spurðu um málið. Borgarlögmaður svaraði og komst að því að borgin gæti ekki bannað mönnun að segja eitthvað rugl í frítíma sínum. Sem er auðvitað rétt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Okkur vantar ekki Mannréttindastofnun ríkisins. Öflugasta mannréttindabaráttan er barátta sem einstaklingar og félög heyja í gegnum dómskerfið með aðstoð sjálfstæðra lögmanna. Það er þannig sem fólk sækir framfærslurétt sinn. Það er þannig sem Akureyrarbær fær skammir fyrir að reka starfsmann fyrir eitthvað sem hann segir á netinu. Það er þannig sem flóttamenn komast hjá því að vera sendir úr landi. Saga mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum er ótrúleg. Hvort sem um er að ræða mannréttindi svartra, samkynhneigðra eða fólks sem vill neyta fíkniefna, eru það alls staðar sjálfstæð félög sem leiða baráttuna. Það væri gaman að sjá meira af slíku hér. Ef ég verð rugl-ríkur dreymir mig um að koma á stofnun um borgaraleg réttindi. Hún myndi berjast fyrir rétti unglinga til að spila körfu eftir miðnætti og sækja tónleika. Foreldrum landsins til armæðu. Sumum hlutum er betur fyrir komið utan báknsins. Árlegar tölur yfir kynjahlutfall þáttastjórnenda í útvarpsþáttum geta verið forvitnilegar. En Reykjavíkurborg á ekki að telja þetta. Sumir vilja leyfa dóp. Það er mannréttindamál. En borgin þarf heldur ekki að leiða slíkan slag. Hvers kyns opinberar mannréttindastofnanir geta gert gagn í því að tryggja vinsæl og rótgróin mannréttindi. En í hinu tekst þeim oft síður til. Það var til dæmis ekki mannréttindakerfi Reykjavíkurborgar sem gætti að óvinsælu málfrelsi starfsmanna borgarinnar. Það voru kjörnir fulltrúar Hildur Sverrisdóttir og Halldór Auðar Svansson sem spurðu um málið. Borgarlögmaður svaraði og komst að því að borgin gæti ekki bannað mönnun að segja eitthvað rugl í frítíma sínum. Sem er auðvitað rétt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.