Draymond Green og Klay Thompson með Curry í Stjörnuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 14:45 Klay Thompson, Stephen Curry og Draymond Green. Vísir/Getty Golden State Warriors mun eiga þrjá leikmenn í liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en Stjörnuliðin eru nú klár eftir að val þjálfaranna bættust við þá fimm leikmenn sem voru kosnir í byrjunarliðið. Stephen Curry var kosinn í byrjunarliðið og í gær bættust þeir Draymond Green og Klay Thompson við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Golden State Warriors á þrjá leikmenn í Stjörnuleiknum. Það kemur ekki á óvart að Golden State Warriors eigi flesta leikmenn en hafa NBA-meistararnir unnið 42 af fyrstu 46 leikjum sínum á tímabilinu og þeir Curry, Green og Thompson hafa allir spilað mjög vel. Þjálfarar í Austudeildarinnar annarsvegar og Vesturdeildinni hinsvegar, kusu sjö leikmenn úr sinni deild og það þurftu að vera tveir bakverður, þrír framherjar eða miðherjar og svo tveir leikmenn sem máttu spila í hvaða stöðu sem er. Þjálfarnir máttu þó ekki velja leikmenn úr eigin liði. Það vakti athygli að þjálfarar Austurdeildarinnar völdu ekki Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers, í liðið heldur kusu það frekar að taka inn Andre Drummond hjá Detroit Pistons. Þrír leikmenn sem þjálfarnir völdu hafa ekki spilað Stjörnuleik áður en það eru umræddir Draymond Green og Andre Drummond auk Isaiah Thomas hjá Boston Celtics. Fjórði nýliðinn er síðan Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs sem var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Chris Bosh hjá Miami Heat mun spila sinn ellefta Stjörnuleik og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers sinn níunda. Toronto Raptors er gestgjafi Stjörnuleiksins að þessu sinni og liðið á tvo leikmenn í liði Austudeildarinnar. Kyle Lowry var kosinn í byrjunarliðið og þjálfararnir völdu síðan DeMar DeRozan.Eastern Conference All-Star Reserves: A. Drummond P. Millsap C. Bosh J. Butler I. Thomas D. DeRozan J. Wall pic.twitter.com/VX4iUbbEcz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Liðin sem mætast í Stjörnuleiknum í Toronto 14. febrúar næstkomandi:Austudeildin - byrjunarlið Dwyane Wade, Miami Heat (Tólfta skipti) Kyle Lowry, Toronto Raptors (Annað skipti) LeBron James, Cleveland Cavaliers (Tólfta skipti) Paul George, Indiana Pacers (Þriðja skipti) Carmelo Anthony, New York Knicks (Níunda skipti)Austudeildin - bekkur John Wall, Washington Wizards (Þriðja skipti) Jimmy Butler, Chicago Bulls (Annað skipti) Paul Millsap, Atlanta Hawks (Þriðja skipti) Andre Drummond, Detroit Pistons (Fyrsta skipti) Chris Bosh, Miami Heat (Ellefta skipti) DeMar DeRozan, Toronto Raptors (Annað skipti) Isaiah Thomas, Boston Celtics (Annað skipti) Your Western Conference All-Star Reserves: J. Harden D. Green A. Davis D. Cousins C. Paul K. Thompson L. Aldridge pic.twitter.com/uBLuqmoUM8— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Vesturdeildin - byrjunarlið Stephen Curry, Golden State Warriors (Þriðja skipti) Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (Fimmta skipti) Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (Átjánda skipti) Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Sjöunda skipti) Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (Fyrsta skipti)Vesturdeildin - bekkur Chris Paul, Los Angeles Clippers (Níunda skipti) James Harden, Houston Rockets (Fjórða skipti) Draymond Green, Golden State Warriors (Fyrsta skipti) DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (Annað skipti) Anthony Davis, New Orleans Pelicans (Þriðja skipti) Klay Thompson, Golden State Warriors (Annað skipti) LaMarcus Aldridge, San Antonio Spurs (Fimmta skipti) NBA Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Golden State Warriors mun eiga þrjá leikmenn í liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en Stjörnuliðin eru nú klár eftir að val þjálfaranna bættust við þá fimm leikmenn sem voru kosnir í byrjunarliðið. Stephen Curry var kosinn í byrjunarliðið og í gær bættust þeir Draymond Green og Klay Thompson við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Golden State Warriors á þrjá leikmenn í Stjörnuleiknum. Það kemur ekki á óvart að Golden State Warriors eigi flesta leikmenn en hafa NBA-meistararnir unnið 42 af fyrstu 46 leikjum sínum á tímabilinu og þeir Curry, Green og Thompson hafa allir spilað mjög vel. Þjálfarar í Austudeildarinnar annarsvegar og Vesturdeildinni hinsvegar, kusu sjö leikmenn úr sinni deild og það þurftu að vera tveir bakverður, þrír framherjar eða miðherjar og svo tveir leikmenn sem máttu spila í hvaða stöðu sem er. Þjálfarnir máttu þó ekki velja leikmenn úr eigin liði. Það vakti athygli að þjálfarar Austurdeildarinnar völdu ekki Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers, í liðið heldur kusu það frekar að taka inn Andre Drummond hjá Detroit Pistons. Þrír leikmenn sem þjálfarnir völdu hafa ekki spilað Stjörnuleik áður en það eru umræddir Draymond Green og Andre Drummond auk Isaiah Thomas hjá Boston Celtics. Fjórði nýliðinn er síðan Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs sem var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Chris Bosh hjá Miami Heat mun spila sinn ellefta Stjörnuleik og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers sinn níunda. Toronto Raptors er gestgjafi Stjörnuleiksins að þessu sinni og liðið á tvo leikmenn í liði Austudeildarinnar. Kyle Lowry var kosinn í byrjunarliðið og þjálfararnir völdu síðan DeMar DeRozan.Eastern Conference All-Star Reserves: A. Drummond P. Millsap C. Bosh J. Butler I. Thomas D. DeRozan J. Wall pic.twitter.com/VX4iUbbEcz— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Liðin sem mætast í Stjörnuleiknum í Toronto 14. febrúar næstkomandi:Austudeildin - byrjunarlið Dwyane Wade, Miami Heat (Tólfta skipti) Kyle Lowry, Toronto Raptors (Annað skipti) LeBron James, Cleveland Cavaliers (Tólfta skipti) Paul George, Indiana Pacers (Þriðja skipti) Carmelo Anthony, New York Knicks (Níunda skipti)Austudeildin - bekkur John Wall, Washington Wizards (Þriðja skipti) Jimmy Butler, Chicago Bulls (Annað skipti) Paul Millsap, Atlanta Hawks (Þriðja skipti) Andre Drummond, Detroit Pistons (Fyrsta skipti) Chris Bosh, Miami Heat (Ellefta skipti) DeMar DeRozan, Toronto Raptors (Annað skipti) Isaiah Thomas, Boston Celtics (Annað skipti) Your Western Conference All-Star Reserves: J. Harden D. Green A. Davis D. Cousins C. Paul K. Thompson L. Aldridge pic.twitter.com/uBLuqmoUM8— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 29, 2016 Vesturdeildin - byrjunarlið Stephen Curry, Golden State Warriors (Þriðja skipti) Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (Fimmta skipti) Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (Átjánda skipti) Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (Sjöunda skipti) Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (Fyrsta skipti)Vesturdeildin - bekkur Chris Paul, Los Angeles Clippers (Níunda skipti) James Harden, Houston Rockets (Fjórða skipti) Draymond Green, Golden State Warriors (Fyrsta skipti) DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (Annað skipti) Anthony Davis, New Orleans Pelicans (Þriðja skipti) Klay Thompson, Golden State Warriors (Annað skipti) LaMarcus Aldridge, San Antonio Spurs (Fimmta skipti)
NBA Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira