Innlent

Skoða að hefja strandveiði fyrr á svæði D

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins skoða nú hvort að hefja eigi strandveiðatímabilið fyrr á D-svæði á næsta ári. Fyrir þetta sumar voru gerðar breytingar úthlutun aflaheimilda til að ná meiri jöfnuðu á meðalveiði á bát og mun það hafa tekist. D-svæði sker sig hins vegar úr.

Þar er veið að jafnaði mun lakari en á hinum svæðunum.

Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Svæði B nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps. Svæði C) nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps og svæði D) nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×