Ekkert óvænt kom fram á kynningu Apple Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 19:15 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, á kynningunni. Vísir/AFP Tæknirisinn Apple kom fáum á óvart á kynningu sinni í San Francisco nú í kvöld. Fyrirtækið kynnti iPhone 7 og iPhone 7 Plus sem og nýtt Apple Watch snjallúr. Innstungan fyrir heyrnatól hefur verið fjarlægð og þess í stað verða þau tengd með Bluetooth eða svokölluðu Lightning tengi, sem fer þar sem hleðslusnúarn fer einnig. Með því að fjarlægja innstunguna segir Apple að símarnir hafi verið gerðir vatnsþolnir og að þeir þoli ryk betur. Myndavélar símanna hafa verið uppfærðar en myndavélin í 7 Plus símunum verður með tveimur linsum. Minni símanna hefur verið aukið og verða ódýrustu símarnir með 32 GB minni, en áður hefur það verið 16 GB.Sjá einnig: Hvað mun Apple kynna síðar í dag? Símarnir munu koma á markað þann 16. september. Hér að neðan má sjá þá liti sem verða í boði.#iPhone7 doubled capacity. Jet Black only in 128GB and 256GB. #iPhone Upgrade Program starting at $32/month. pic.twitter.com/pMnckdSwUH— AppleInsider (@appleinsider) September 7, 2016 Nýja snjallúrið sem heitir Apple Watch Series 2, verður gefið út seinna í mánuðinum. Samkvæmt kynningunni er það öflugara en fyrra úr Apple og með uppfærðri grafík og skjá. Úrið er vatnshelt og mikil áhersla hefur verið lögð á notkunargildi úrsins fyrir líkamsrækt. Útliti úrsins hefur ekki verið breytt en það verður í boði í þremur útgáfum. Einni úr áli, einni úr stáli og einni úr keramiki. Þar að auki verður sérstök Nike útgáfa í boði.#appleevent Tweets Tækni Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Apple kom fáum á óvart á kynningu sinni í San Francisco nú í kvöld. Fyrirtækið kynnti iPhone 7 og iPhone 7 Plus sem og nýtt Apple Watch snjallúr. Innstungan fyrir heyrnatól hefur verið fjarlægð og þess í stað verða þau tengd með Bluetooth eða svokölluðu Lightning tengi, sem fer þar sem hleðslusnúarn fer einnig. Með því að fjarlægja innstunguna segir Apple að símarnir hafi verið gerðir vatnsþolnir og að þeir þoli ryk betur. Myndavélar símanna hafa verið uppfærðar en myndavélin í 7 Plus símunum verður með tveimur linsum. Minni símanna hefur verið aukið og verða ódýrustu símarnir með 32 GB minni, en áður hefur það verið 16 GB.Sjá einnig: Hvað mun Apple kynna síðar í dag? Símarnir munu koma á markað þann 16. september. Hér að neðan má sjá þá liti sem verða í boði.#iPhone7 doubled capacity. Jet Black only in 128GB and 256GB. #iPhone Upgrade Program starting at $32/month. pic.twitter.com/pMnckdSwUH— AppleInsider (@appleinsider) September 7, 2016 Nýja snjallúrið sem heitir Apple Watch Series 2, verður gefið út seinna í mánuðinum. Samkvæmt kynningunni er það öflugara en fyrra úr Apple og með uppfærðri grafík og skjá. Úrið er vatnshelt og mikil áhersla hefur verið lögð á notkunargildi úrsins fyrir líkamsrækt. Útliti úrsins hefur ekki verið breytt en það verður í boði í þremur útgáfum. Einni úr áli, einni úr stáli og einni úr keramiki. Þar að auki verður sérstök Nike útgáfa í boði.#appleevent Tweets
Tækni Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira