Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun flytja opnunarræðu á ráðstefnu Euromoney í London á morgun þar sem fjallað verður endurreisn efnahagslífsins hér í kjölfar hrunsins 2008 og Ísland sem fjárfestingarkost í dag. Aðalstyrktaraðilar ráðstefnunnar eru stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn en auk þeirra koma meðal annars Gamma, Kvika, Fossar Markets, Logos lögmannsstofa og Deutsche Bank að ráðstefnunni. Það vekur óneitanlega athygli að fjármálaráðherra sé að tala á slíkri ráðstefnu í kjölfar alls þess sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálm síðustu vikuna. Fastlega má þó gera ráð fyrir því að ráðstefnan hafi verið löngu ákveðin en samkvæmt upplýsingum frá Euromoney mun Bjarni mæta á morgun og flytja opnunarræðuna.Wintris-mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis.vísir/AntonRáðstefnan í skugga Panama-skjalanna Augu umheimsins voru á Íslandi í liðinni viku í kjölfar eftirminnilegs viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris. Sigmundur Davíð brást hinn versti við spurningunum og labbaði út úr viðtalinu eins og frægt er orðið en upp komst um tengsl Sigmundar við Wintris í Panama-skjölunum svokölluðu sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca til Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna. Tilkynnt var að Sigmundur Davíð myndi hætta sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag en í skjölunum var einnig að finna nafn Bjarna Benediktssonar sem og nafn Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þau sitja þó enn sem ráðherrar. Bjarni hefur sagt að eðlismunur sé á máli hans og máli Ólafar og svo máli Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð hefur svo sjálfur sagt að ekki sé munur á máli hans og Bjarna „í prinsippinu“ en hann skilji vel að fjármálaráðherra vilji halda því til haga að munur sé á máli þeirra út frá pólitískum forsendum.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni í London.vísir/daníelMágur Sigmundar Davíðs á meðal ræðumanna en ekki bankastjóri Landsbankans Á meðal annarra sem flytja munu erindi á ráðstefnu Euromoney á morgun eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku en svo skemmtilega vill til að Sigurður Atli er mágur Sigmundar Davíðs. Þá vekur það athygli að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans er ekki einn af þeim sem munu taka til máls samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar, en hann hefur verið í eldlínunni undanfarin misseri vegna Borgunarmálsins. Landsbankinn mun þó eiga fulltrúa á ráðstefnunni en nálgast má dagskrána hér.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira