Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðum Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 14:49 Jón Bjarki Bentsson er sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira