Tímabær mannúð Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. september 2016 07:00 Tillögur nefndar heilbrigðisráðherra um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu eru mikilvægar og löngu tímabærar. Heilbrigðisráðherra lagði skýrslu nefndarinnar fram á Alþingi í gær. Veigamesta breytingin sem nefndin leggur til er að lögum um ávana- og fíkniefni verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot. Fram kemur í skýrslunni að sú venja hafi mótast við framkvæmd laga um ávana- og fíkniefni að málum er lokið með sekt þegar ekki er talinn leika vafi á því að magn haldlagðra efna sé til einkaneyslu. Engu að síður er enn gert ráð fyrir því í gildandi lögum að hægt sé að dæma menn í fangelsi fyrir slík brot. Með því að leggja til að þessu verði breytt eru send mikilvæg táknræn skilaboð þótt þau feli efnislega ekki í sér breytingu frá gildandi framkvæmd. Skilaboðin eru þau að löggjafinn vilji ekki fangelsa fólk í slíkum aðstæðum. Í raun hefði nefndin getað gengið aðeins lengra hér og lagt til að afnumdar yrðu með öllu refsingar, þar með taldar sektir, fyrir vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Það er hins vegar mjög víðtæk stefnubreyting og því er þessi varfærni nefndarinnar að vissu leyti skiljanleg. Telja verður líklegt að þetta gerist í fyllingu tímans sem hluti af alþjóðlegu samstarfi. Sumar tillögur nefndarinnar virðast við fyrstu sýn svo sjálfsagðar að margir undrast að þær hafi ekki verið fyrir löngu innleiddar. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni. Þá leggur nefndin til að einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu. Rauði kross Íslands hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir skaðaminnkandi verkefninu Frú Ragnheiði sem hefur útvegað sprautufíklum hreinar nálar og veitt þeim hjúkrun. Þar hafa starfað hjúkrunarnemar og aðrir í sjálfboðavinnu. Skaðaminnkandi verkefni af þessu tagi hafa löngu sannað mikilvægi sitt. Það er í raun með nokkrum ólíkindum að einstaklingar í neyslu alls staðar á landinu hafi ekki í öruggt húsaskjól að venda sem útvegað er af sveitarfélögum eða ríkinu. Þetta eru fársjúkir einstaklingar og þeir einu sem útvega þeim aðstoð við hæfi eru frjáls félagasamtök sem rekin eru í mannúðarskyni. Það er ekki sérstaklega góð einkunn fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu og hvernig við nálgumst fólk í vímuefnaneyslu. Það er mikilvægt að stjórnvöld fari eftir tillögum nefndarinnar og byggi á vinnu Rauða krossins þegar þjónusta við þessa jaðarsettu skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er annars vegar. Vegur meðalhófsins er stundum vandrataður en nefnd heilbrigðisráðherra virðist hafa haft skynsemina að leiðarljósi í sínum störfum og tillögur hennar eru allar til bóta. Vonandi rata þær í lagabreytingar.Leiðarinn birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun
Tillögur nefndar heilbrigðisráðherra um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu eru mikilvægar og löngu tímabærar. Heilbrigðisráðherra lagði skýrslu nefndarinnar fram á Alþingi í gær. Veigamesta breytingin sem nefndin leggur til er að lögum um ávana- og fíkniefni verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot. Fram kemur í skýrslunni að sú venja hafi mótast við framkvæmd laga um ávana- og fíkniefni að málum er lokið með sekt þegar ekki er talinn leika vafi á því að magn haldlagðra efna sé til einkaneyslu. Engu að síður er enn gert ráð fyrir því í gildandi lögum að hægt sé að dæma menn í fangelsi fyrir slík brot. Með því að leggja til að þessu verði breytt eru send mikilvæg táknræn skilaboð þótt þau feli efnislega ekki í sér breytingu frá gildandi framkvæmd. Skilaboðin eru þau að löggjafinn vilji ekki fangelsa fólk í slíkum aðstæðum. Í raun hefði nefndin getað gengið aðeins lengra hér og lagt til að afnumdar yrðu með öllu refsingar, þar með taldar sektir, fyrir vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Það er hins vegar mjög víðtæk stefnubreyting og því er þessi varfærni nefndarinnar að vissu leyti skiljanleg. Telja verður líklegt að þetta gerist í fyllingu tímans sem hluti af alþjóðlegu samstarfi. Sumar tillögur nefndarinnar virðast við fyrstu sýn svo sjálfsagðar að margir undrast að þær hafi ekki verið fyrir löngu innleiddar. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni. Þá leggur nefndin til að einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu. Rauði kross Íslands hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir skaðaminnkandi verkefninu Frú Ragnheiði sem hefur útvegað sprautufíklum hreinar nálar og veitt þeim hjúkrun. Þar hafa starfað hjúkrunarnemar og aðrir í sjálfboðavinnu. Skaðaminnkandi verkefni af þessu tagi hafa löngu sannað mikilvægi sitt. Það er í raun með nokkrum ólíkindum að einstaklingar í neyslu alls staðar á landinu hafi ekki í öruggt húsaskjól að venda sem útvegað er af sveitarfélögum eða ríkinu. Þetta eru fársjúkir einstaklingar og þeir einu sem útvega þeim aðstoð við hæfi eru frjáls félagasamtök sem rekin eru í mannúðarskyni. Það er ekki sérstaklega góð einkunn fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu og hvernig við nálgumst fólk í vímuefnaneyslu. Það er mikilvægt að stjórnvöld fari eftir tillögum nefndarinnar og byggi á vinnu Rauða krossins þegar þjónusta við þessa jaðarsettu skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er annars vegar. Vegur meðalhófsins er stundum vandrataður en nefnd heilbrigðisráðherra virðist hafa haft skynsemina að leiðarljósi í sínum störfum og tillögur hennar eru allar til bóta. Vonandi rata þær í lagabreytingar.Leiðarinn birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun