HBO í Evrópu og Walter Presents kaupa sýningarréttinn af Rétti Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2016 15:50 Baldvin Z. leikstýrði Rétti. Vísir/Vilhelm Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.” Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.”
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira