Arnór Þór Gunnarsson, Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Bergischer unnu frábæran heimasigur á Magdeburg, 28-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Liðið er mikilli baráttu um sætið sitt í deildinni og situr nú í 15. sætinu þegar sex umferðir eru enn eftir af tímabilinu.
Arnór átti góðan leik og skoraði sex mörk og varði Björgvin nokkuð vel í leiknum. Rúnar Kárason var með fjögur mörk fyrir Hannover Burgdorf þegar liðið vann Gummersbach, 31-30, í æsispennandi leik. Gunnar Steinn Jónsson kom ekkert við sögu í leiknum en hann er á mála hjá Gummersbach.
Arnór og Björgvin með mikilvægan sigur í fallbaráttunni
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

