Ráð handa kulsæknum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2016 07:00 Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun