Stórfyrirtæki kaupir Vaka fiskeldiskerfi Hafliði Helgason skrifar 26. október 2016 09:19 Ánægja er meðal forsvarsmanna Vaka fiskeldiskerfa með kaup bandaríska stórfyrirtækisins Pentair á fyrirtækinu. Forstjóri Vaka sér mikil framtíðartækifæri með nýjum eiganda. Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á Vaka fiskeldiskerfum. Vaki, sem hlotið hefur bæði Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur verið leiðandi afl í vöruþróun innan fiskeldis um allan heim í þrjá áratugi. „Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viðurkenningu fyrir stöðu og starfsemi okkar undanfarin ár," segir Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka. Hann segir kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en Pentair sé ekki fyrsta fyrirtækið sem sýni Vaka áhuga. "Sterk staða Vaka á helstu mörkuðum og öflug nýsköpun, þar sem beitt er nýjustu tækni við myndgreiningu og tölvusjón, hefur vakið áhuga margra aðila, og er Pentair ekki fyrsta fyrirtækið sem sýnir Vaka áhuga," segir Hermann. Hann segist sjá mikil tækifæri til framtíðar fyrir fyrirtækið með nýjum eiganda. Áætluð velta á þessu ári er 1,3 milljarðar króna, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra var 139 milljónir króna. Verð í viðskiptunum er trúnaðarmál, en rekstur fyrirtækisins hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og afkoman góð. Hjá fyrirtækinu starfa nú 28 manns hér á Íslandi, auk 22 til viðbótar í dótturfélögum í Chile, Noregi og Skotlandi. Yfir 90% af umsvifum Vaka eru á erlendum mörkuðum og áherslan hér heima er á vöruþróun, þjónustu og sölu. Framleiðslan hefur að mestu leyti verið hjá íslenskum undirverktökum sem sinna bæði rafeindavinnu, stálsmíði og samsetningu af ýmsum toga. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar, búnaður til stærðarmælinga á eldisfiski, ásamt dælum, flokkurum, fóðurkerfi og öðrum vörum fyrir iðnvætt fiskeldi. Pentair er skráð í kauphöllina í New York og hefur 30.000 starfsmenn í 60 löndum sem starfa m.a. innan orkugeirans, matvælaiðnaðar, vatnsmeðhöndlunar og fjarskipta og er veltan um átta milljarðar dollara eða yfir 900 milljarðar króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í búnaði til vatnshreinsunar og auðgunar vatnsgæða, hönnun endurnýtingarkerfa fyrir fiskeldisstöðvar, vatnsdælum, fiskidælum og mælibúnaði af ýmsum toga. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á Vaka fiskeldiskerfum. Vaki, sem hlotið hefur bæði Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands, hefur verið leiðandi afl í vöruþróun innan fiskeldis um allan heim í þrjá áratugi. „Við erum mjög ánægð með þessi viðskipti og teljum þau mikla viðurkenningu fyrir stöðu og starfsemi okkar undanfarin ár," segir Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka. Hann segir kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en Pentair sé ekki fyrsta fyrirtækið sem sýni Vaka áhuga. "Sterk staða Vaka á helstu mörkuðum og öflug nýsköpun, þar sem beitt er nýjustu tækni við myndgreiningu og tölvusjón, hefur vakið áhuga margra aðila, og er Pentair ekki fyrsta fyrirtækið sem sýnir Vaka áhuga," segir Hermann. Hann segist sjá mikil tækifæri til framtíðar fyrir fyrirtækið með nýjum eiganda. Áætluð velta á þessu ári er 1,3 milljarðar króna, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) í fyrra var 139 milljónir króna. Verð í viðskiptunum er trúnaðarmál, en rekstur fyrirtækisins hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og afkoman góð. Hjá fyrirtækinu starfa nú 28 manns hér á Íslandi, auk 22 til viðbótar í dótturfélögum í Chile, Noregi og Skotlandi. Yfir 90% af umsvifum Vaka eru á erlendum mörkuðum og áherslan hér heima er á vöruþróun, þjónustu og sölu. Framleiðslan hefur að mestu leyti verið hjá íslenskum undirverktökum sem sinna bæði rafeindavinnu, stálsmíði og samsetningu af ýmsum toga. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar, búnaður til stærðarmælinga á eldisfiski, ásamt dælum, flokkurum, fóðurkerfi og öðrum vörum fyrir iðnvætt fiskeldi. Pentair er skráð í kauphöllina í New York og hefur 30.000 starfsmenn í 60 löndum sem starfa m.a. innan orkugeirans, matvælaiðnaðar, vatnsmeðhöndlunar og fjarskipta og er veltan um átta milljarðar dollara eða yfir 900 milljarðar króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í búnaði til vatnshreinsunar og auðgunar vatnsgæða, hönnun endurnýtingarkerfa fyrir fiskeldisstöðvar, vatnsdælum, fiskidælum og mælibúnaði af ýmsum toga.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent