Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2016 20:30 Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel
Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent