Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2016 20:30 Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel
Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45