Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2016 20:30 Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel
Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45