Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2016 18:48 Launahækkunum á almennum vinnumarkaði verður flýtt á þessu ári frá maí til janúar og laun hækka almennt um rúm sex prósent umfram kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári á samningstímanum, samkvæmt nýjum samningi á grundvelli SALEK samkomulagsins sem undirritað var síðdegis. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði færð að réttindum opinberra starfsmanna. Ef samningarnir sem undirritaðir voru í dag verða samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu launafólks hefur verið komið í veg fyrir mikla óvissu á vinnumarkaði á vormánuðum að mati forystumanna aðila vinnumarkaðarins.Launahækkanir.Vísir/Stöð 2 Samningurinn felur í sér að laun hækka um 6,2% frá og með 1. janúar síðast liðnum í stað 5,5, prósenta hinn fyrsta 1. maí í vor. Í stað þriggja prósenta hækkunar launa hinn 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5% og í stað tveggja prósenta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði í áföngum færð til þess sem þau eru hjá opinberum starfsmönnum þannig að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna hækkar úr átta prósentum af launum í 11,5 prósent fram til ársins 2018. „Þannig að þetta mun bæði finnast í buddunni en líka á komandi árum í réttindum okkar fólks,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins að lokinni undirskrift í dag. Prósentan umfram það sem búið var að semja um á síðasta ári, hver er hún á samningstímanum?LífeyrisréttindiVísir/Stöð 2„Ég býst við því að kostnaðaráhrif þessara aðgerða á samningstímabilinu liggi á bilinu 6 til 6,5 prósent. Fer svolítið eftir því hvernig kostnaður vegna launaþróunartryggingar sem mun falla út á þessu ári er metinn. En þetta er býsna mikil viðbót sem á að leiða til þess að það verði jafnræði á vinnumarkaðnum varðandi launaþróun,“ segir Gylfi. Stjórnvöld hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu um aðgerðir að þeirra hálfu í tengslum við samningana. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin hins vegar telja sig hafa öruggt loforð stjórnvalda um að þau lækki tryggingagjaldið nægjanlega til að mæta auknum launakostnaði atvinnulífsins við að leiðrétta laun á almennum markaði til samræmis við launahækkanir opinberra starfsmanna. „Við höfum átt samtöl við stjórnvöld núna undanfarna daga og fengið þau vilyrði fyrir mótvægisaðgerðum og lækkun tryggingagjaldsins sér í lagi sem við teljum að muni duga til þess að við treystum okkur til að ganga frá þessum samningum núna,“ segir Þorsteinn. Hafið þið tryggingu fyrir einhverri lækkun á þessu ári? „Já við teljum okkur hafa vilyrði fyrir lækkun á þessu ári og að það verði komið vel til móts við þær kröfur sem við höfum sett fram. En það bíður endanlegs milli aðila um hvernig það verður nákvæmlega útfært,“ segir Þorsteinn. Samningurinn á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki í þeim fjölmörgu verkalýðsfélögum sem standa á bakvið samninginn. Forseti ASÍ er bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Já ég er nokkuð bjartsýnn á það. En auðvitað eru það okkar félagsmenn sem á endanum hafa úrskurðarvaldið. Þetta verður þá gert í samræmdri atkvæðagreiðslu. Það er reyndar í fyrsta skipti sem það hefur verið gert í 100 ára sögu Alþýðusambandsins. Að það verði ríflega 80 þúsund manns sem taki afstöðu og dæmi þetta verkefni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Launahækkunum á almennum vinnumarkaði verður flýtt á þessu ári frá maí til janúar og laun hækka almennt um rúm sex prósent umfram kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári á samningstímanum, samkvæmt nýjum samningi á grundvelli SALEK samkomulagsins sem undirritað var síðdegis. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði færð að réttindum opinberra starfsmanna. Ef samningarnir sem undirritaðir voru í dag verða samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu launafólks hefur verið komið í veg fyrir mikla óvissu á vinnumarkaði á vormánuðum að mati forystumanna aðila vinnumarkaðarins.Launahækkanir.Vísir/Stöð 2 Samningurinn felur í sér að laun hækka um 6,2% frá og með 1. janúar síðast liðnum í stað 5,5, prósenta hinn fyrsta 1. maí í vor. Í stað þriggja prósenta hækkunar launa hinn 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5% og í stað tveggja prósenta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði í áföngum færð til þess sem þau eru hjá opinberum starfsmönnum þannig að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna hækkar úr átta prósentum af launum í 11,5 prósent fram til ársins 2018. „Þannig að þetta mun bæði finnast í buddunni en líka á komandi árum í réttindum okkar fólks,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins að lokinni undirskrift í dag. Prósentan umfram það sem búið var að semja um á síðasta ári, hver er hún á samningstímanum?LífeyrisréttindiVísir/Stöð 2„Ég býst við því að kostnaðaráhrif þessara aðgerða á samningstímabilinu liggi á bilinu 6 til 6,5 prósent. Fer svolítið eftir því hvernig kostnaður vegna launaþróunartryggingar sem mun falla út á þessu ári er metinn. En þetta er býsna mikil viðbót sem á að leiða til þess að það verði jafnræði á vinnumarkaðnum varðandi launaþróun,“ segir Gylfi. Stjórnvöld hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu um aðgerðir að þeirra hálfu í tengslum við samningana. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin hins vegar telja sig hafa öruggt loforð stjórnvalda um að þau lækki tryggingagjaldið nægjanlega til að mæta auknum launakostnaði atvinnulífsins við að leiðrétta laun á almennum markaði til samræmis við launahækkanir opinberra starfsmanna. „Við höfum átt samtöl við stjórnvöld núna undanfarna daga og fengið þau vilyrði fyrir mótvægisaðgerðum og lækkun tryggingagjaldsins sér í lagi sem við teljum að muni duga til þess að við treystum okkur til að ganga frá þessum samningum núna,“ segir Þorsteinn. Hafið þið tryggingu fyrir einhverri lækkun á þessu ári? „Já við teljum okkur hafa vilyrði fyrir lækkun á þessu ári og að það verði komið vel til móts við þær kröfur sem við höfum sett fram. En það bíður endanlegs milli aðila um hvernig það verður nákvæmlega útfært,“ segir Þorsteinn. Samningurinn á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki í þeim fjölmörgu verkalýðsfélögum sem standa á bakvið samninginn. Forseti ASÍ er bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Já ég er nokkuð bjartsýnn á það. En auðvitað eru það okkar félagsmenn sem á endanum hafa úrskurðarvaldið. Þetta verður þá gert í samræmdri atkvæðagreiðslu. Það er reyndar í fyrsta skipti sem það hefur verið gert í 100 ára sögu Alþýðusambandsins. Að það verði ríflega 80 þúsund manns sem taki afstöðu og dæmi þetta verkefni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00