Stílistinn sem svo varð fatahönnuður hefur verið í þrjú ár við stjórnvölinn hjá Saint Laurent við góðan orðstýr en sagt er að hann hafi ekki getað komist að samkomulagi um endurnýjun á samningi sínum núna í upphaf árs.
Ef satt reynist bætist Slimane í hóp hönnuðu á borð við Raf Simons hjá Dior og Alber Elbaz hjá Lanvin sem einnig sögðu störfum sínum lausum á síðustu mánuðum en enginn hefur ennþá verið ráðinn í þær stöður.
Nú er spurning hvort stólaleikurinn sé að hefjast meðal hönnuða í tískuheiminum enda verður þeirra þriggja mjög saknað á komandi tískuvikum.
