Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. desember 2015 14:19 „Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli,“ segja SA. vísir/afp Samtök atvinnulífsins vilja að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við viðskiptabann ESB og Bandaríkjanna á Rússland. Þau telja bannið hafa haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf og áætla að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um fimmtán milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Þá hafi áhrif á vöruútflutning þeirra þjóða sem styðja bannið hafa verið hlutfallslega mest á Íslandi, en ESB hefur nú framlengt bannið um sex mánuði, en til stóð að það félli niður í lok janúar 2016. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau hafi skilning á alvarlegri stöðu mála í Úkraínu og að framferði Rússa þar og á Krímgskaga verði ekki látið óátalið. Hins vegar séu það vonbrigði að ESB hafi ekki ljáð máls á aðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum stuðnings Íslands við viðskiptabannið, til dæmis með auknum markaðsaðgangi fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Íslandi ber að standa með bandalagsþjóðum sínum. Það er þo ekki forsvaranlegt að gífurlegur kostnaður af þessum táknrænu aðgerðum Íslands í utanríkismálum leggist nánast alfarið á eina atvinnugrein, án þess að gripið sé til nokkurra mótvægisaðgerða til að lágmarka tjónið,“ segir í tilkynningunni. Lágmarkskrafa sé að íslensk stjórnvöld skilyrði áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið við það að á móti komi aukinn markaðsaðgangur að Evrópumarkaði fyrir sjávarafurðir. „Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við viðskiptabann ESB og Bandaríkjanna á Rússland. Þau telja bannið hafa haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf og áætla að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um fimmtán milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Þá hafi áhrif á vöruútflutning þeirra þjóða sem styðja bannið hafa verið hlutfallslega mest á Íslandi, en ESB hefur nú framlengt bannið um sex mánuði, en til stóð að það félli niður í lok janúar 2016. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þau hafi skilning á alvarlegri stöðu mála í Úkraínu og að framferði Rússa þar og á Krímgskaga verði ekki látið óátalið. Hins vegar séu það vonbrigði að ESB hafi ekki ljáð máls á aðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum stuðnings Íslands við viðskiptabannið, til dæmis með auknum markaðsaðgangi fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Íslandi ber að standa með bandalagsþjóðum sínum. Það er þo ekki forsvaranlegt að gífurlegur kostnaður af þessum táknrænu aðgerðum Íslands í utanríkismálum leggist nánast alfarið á eina atvinnugrein, án þess að gripið sé til nokkurra mótvægisaðgerða til að lágmarka tjónið,“ segir í tilkynningunni. Lágmarkskrafa sé að íslensk stjórnvöld skilyrði áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið við það að á móti komi aukinn markaðsaðgangur að Evrópumarkaði fyrir sjávarafurðir. „Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira