Jólin koma snemma hjá körfuboltafólkinu í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2015 07:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Daníel Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu. Körfubolti Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu.
Körfubolti Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn