Síminn biðst velvirðingar á villandi auglýsingu 6. febrúar 2015 07:30 Síminn, biðst velvirðingar. Fréttablaðið/GVA Síminn hefur beðist velvirðingar á framsetningu auglýsingar sinnar í kjölfar þess að Vodafone sendi Neytendastofu kvörtun vegna auglýsingar Símans. Þar kvartaði Vodafone undan útvarpsauglýsingu Símans þar sem fullyrt var að Vodafone hefði slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og að 70,6% landsmanna segði Sjónvarp Símans standa helsta keppinautnum, Vodafone, framar. Vodafone vildi meina að fullyrðingar í auglýsingunni hefðu verið rangar og villandi. Í tilkynningu frá Símanum sem fylgdi í kjölfarið kemur fram að það hafi verið mistök að halda því fram að 70,6% landsmanna telji Sjónvarp Símans betra en sjónvarp Vodafone. Síminn segist heldur hafa átt að segja að 70,6% þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Síminn lét gera fyrir sig væru á þessari skoðun. Síminn segist standa við yfirlýsingu sína um að Vodafone hafi lokað á hliðrænar útsendingar RÚV, enda hafi það komið fram á heimasíðu Vodafona.Yfirlýsing Símans um málið er hér fyrir neðan:Síminn hefur ákveðið að breyta framsetningu á einni auglýsingu um Sjónvarp Símans í kjöfar kvörtunar Vodafone. Í fyrirsögn auglýsingar Símans sagði 70,6% landsmanna velja Sjónvarp Símans. Réttara hefði verið að vísa til 70,6% þeirra sem tóku afstöðu. Biðjumst við velvirðingar á því. Síminn mun bregðast við þessari kvörtun með því að senda Neytendastofu skýringarnar. Þjóðargátt Maskínu vann skoðanakönnunina fyrir Símann dagana 15.-22. desember síðastliðinn. Alls 818 á aldrinum 15-75 ára og af öllu landinu svöruðu netkönnuninni. Þeir sem annað hvort eru með Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone voru spurðir: Hvort telur þú að Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone standi almennt framar í sjónvarpsþjónustu. 70,6% svöruðu Síminn. 29,4 Vodafone. Vodafone kvartaði einnig undan útvarpsauglýsingum Símans þar sem sagði að félagið hefði lokað á hliðrænar útsendingar RÚV. Við stöndum við þá fullyrðingu enda kemur það fram á heimasíðu Vodafone. Við þau tímamót þegar slökkt var á hliðrænu kerfi RÚV hugsa margir sér til hreyfings varðandi sjónvarpsmál sín og fannst okkur því mikilvægt að kynna Sjónvarp Símans sem valkost á þeim tímapunkti. Við hjá Símanum erum stolt af Sjónvarpi Símans. Tækninýjungarnar hafa verið miklar síðustu ár. Síminn kynnti Tímaflakk í Sjónvarpi Símans í janúar 2013. Nú er þetta Tímaflakk á yfir 100 sjónvarpsstöðvum. Við erum með VOD-leiguna og þar eru 4,300 titlar. Með Sjónvarpi Símans má syngja 160 karókílög. Þetta hefur gerst á stuttum tíma og við viljum að fólk viti af þessum fjölbreyttu afþreyingarmöguleikum í Sjónvarpi Símans. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Síminn hefur beðist velvirðingar á framsetningu auglýsingar sinnar í kjölfar þess að Vodafone sendi Neytendastofu kvörtun vegna auglýsingar Símans. Þar kvartaði Vodafone undan útvarpsauglýsingu Símans þar sem fullyrt var að Vodafone hefði slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og að 70,6% landsmanna segði Sjónvarp Símans standa helsta keppinautnum, Vodafone, framar. Vodafone vildi meina að fullyrðingar í auglýsingunni hefðu verið rangar og villandi. Í tilkynningu frá Símanum sem fylgdi í kjölfarið kemur fram að það hafi verið mistök að halda því fram að 70,6% landsmanna telji Sjónvarp Símans betra en sjónvarp Vodafone. Síminn segist heldur hafa átt að segja að 70,6% þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Síminn lét gera fyrir sig væru á þessari skoðun. Síminn segist standa við yfirlýsingu sína um að Vodafone hafi lokað á hliðrænar útsendingar RÚV, enda hafi það komið fram á heimasíðu Vodafona.Yfirlýsing Símans um málið er hér fyrir neðan:Síminn hefur ákveðið að breyta framsetningu á einni auglýsingu um Sjónvarp Símans í kjöfar kvörtunar Vodafone. Í fyrirsögn auglýsingar Símans sagði 70,6% landsmanna velja Sjónvarp Símans. Réttara hefði verið að vísa til 70,6% þeirra sem tóku afstöðu. Biðjumst við velvirðingar á því. Síminn mun bregðast við þessari kvörtun með því að senda Neytendastofu skýringarnar. Þjóðargátt Maskínu vann skoðanakönnunina fyrir Símann dagana 15.-22. desember síðastliðinn. Alls 818 á aldrinum 15-75 ára og af öllu landinu svöruðu netkönnuninni. Þeir sem annað hvort eru með Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone voru spurðir: Hvort telur þú að Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone standi almennt framar í sjónvarpsþjónustu. 70,6% svöruðu Síminn. 29,4 Vodafone. Vodafone kvartaði einnig undan útvarpsauglýsingum Símans þar sem sagði að félagið hefði lokað á hliðrænar útsendingar RÚV. Við stöndum við þá fullyrðingu enda kemur það fram á heimasíðu Vodafone. Við þau tímamót þegar slökkt var á hliðrænu kerfi RÚV hugsa margir sér til hreyfings varðandi sjónvarpsmál sín og fannst okkur því mikilvægt að kynna Sjónvarp Símans sem valkost á þeim tímapunkti. Við hjá Símanum erum stolt af Sjónvarpi Símans. Tækninýjungarnar hafa verið miklar síðustu ár. Síminn kynnti Tímaflakk í Sjónvarpi Símans í janúar 2013. Nú er þetta Tímaflakk á yfir 100 sjónvarpsstöðvum. Við erum með VOD-leiguna og þar eru 4,300 titlar. Með Sjónvarpi Símans má syngja 160 karókílög. Þetta hefur gerst á stuttum tíma og við viljum að fólk viti af þessum fjölbreyttu afþreyingarmöguleikum í Sjónvarpi Símans.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira