Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair lækkað um 7 prósent á einni klukkustund

ingvar haraldsson skrifar
Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 6,93 prósent í fyrsta klukkutíma viðskipta í Kauphöll Íslands í morgun.
Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 6,93 prósent í fyrsta klukkutíma viðskipta í Kauphöll Íslands í morgun. vísir/anton brink
Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 6,93 prósent í fyrsta klukkutíma viðskipta í Kauphöll Íslands í morgun. Velta viðskiptanna hefur numið 599 milljónum króna.

Í gær var ársuppgjör Icelandair birt. Þar kom fram að hagnaður fyrirtækisins hefði verið 66,5 milljónir dala eða 8,7 milljarðar króna.

Þá kom einnig fram að EBITDA fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi hefði verið neikvæð um 1,5 milljón dollara og hafði lækkaði um 8,3 milljónir dollara á milli ára.

Icelandair hyggst greiði hluthöfum samtals 2,5 milljarða í arð til hluthafa á árinu 2015. Það samsvarar 0,5 krónum á hvern hlut.


Tengdar fréttir

Greiða hluthöfum 2,5 milljarða

Stjórn Icelandair Group leggur til að félagið greiði hluthöfum samtals 2,5 milljarða í arð á árinu 2015. Það samsvarar 0,5 krónum á hvern hlut.

Svona skreyttu listamenn norðurljósavél Icelandair

Í myndbandi sem Icelandair birti á Facebook-síðu sinni í vikunni má sjá ferlið frá því að vélin er hvít, "venjuleg“ flugvél og þar til búið er að umbreyta henni í norðurljósavélina frægu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×