Viðskipti innlent

Heimasíða Vogabakka vekur athygli fyrir öfugsnúna hönnun

ingvar haraldsson skrifar
Það má með sanni segja að allt sé á fleygiferð hjá fjárfestingafélaginu Vogabakka, að  minnsta kosti ef marka má heimasíðu fyrirtækisins. Hún hefur vakið athygli fyrir hönnun, sem mörgum finnst furðuleg, og þá staðreynd að allt á vefsíðunni snýst. Hinsvegar er hægt að skoða texta og myndir á síðunni hafa músarbendillinn yfir hlutum á síðunni.

Vogabakki er í eigu fjárfestanna Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar. Þrátt fyrir að allt sé á hvolfi á heimasíðunni kemur fram að á heimasíðunni Vogabakki vilji síður fjárfesta í félögum sem krefjast mikils viðsnúnings í rekstri.

Heimildir Vísis herma að síðan hafi verið hönnuð af Hjalta Karlssyni, einum eigenda hönnunarstofunnar karlssonwilker í New York, bróður Hallbjörns. Hönnunarstofan er heimsfræg og margverðlaunuð og hannaði meðal annars útlit nýjustu plötu GusGus.

Vogabakki skilaði hagnaði upp á 8,3 milljarða króna árið 2013 og heildar eignir félagsins voru þá metnar á  tæpa 27 milljarða króna. og Hallbjarnar Karlssonar.  Vogabakki á 2/3 hlutafjár í félaginu Hagamel sem á stóran hlut í Högum og VÍS. Því er ólíklegt að fjárskortur sé ástæðan fyrir að gripið var til þessarar einföldu og óvenjulegu hönnunar.

Síðan hefur vakið talsverða athygli á Twitter líkt og sjá má hér að neðan.

Vogabakki-Iceland





Fleiri fréttir

Sjá meira


×