UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 13:10 mynd/aðsend UTmessan fer fram þessa dagana í Reykjavík en um er að ræða einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Tilgangurinn er að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessunni eru öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti. Dagskrá UTmessunnar er tvíþætt: föstudaginn 6. febrúar er fagráðstefna og þann 7. febrúar sýning fyrir alla fjölskylduna, báða dagana í Hörpunni. Á laugardeginum opnar tæknigeirinn uppá gátt og býður öllum að koma og sjá það helsta sem er að gerast í tæknigeiranum dag. Háskólinn í Reykjavík býður að sjálfsögðu upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hér að neðan má sjá dagskrána á laugardeginum:Kl. 10-17: Ýmis undur upplýsingatækninnar til sýnis á svæði Háskólans í Reykjavík - Norðurljósasal Vísindamenn við tölvunarfræðideild verða með gervigreindarhorn þar sem þeir útskýra og sýna afrakstur rannsókna sinna, heilbrigðistæknisvið sýnir 3D útprentaðan heila, hjarta, bein og fleira, boðið verður upp á þátttöku í skemmtilegum mynstraleik og sýnd verða sýnishorn úr tölvuleikjum sem nemendur þróa á þremur vikum. Nemendur tækni- og verkfræðideildar sýna vatnaflygil, kafbát og eldflaugina Mjölni.Kl. 13:10 – 13:30 Nemendur tala um tölvuleikjagerð - Kaldalón Eiríkur Orri Ólafsson og Kári Halldórsson, nemar við tölvunarfræðideild HR, fjalla um hugmyndavinnuna á bak við tölvuleikjagerð og tilfinninguna í tölvuspilinu.Kl. 15: Tölvutætingur - keppni í að taka tölvu í sundur og setja hana aftur saman - Norðurljósasal. Á Tölvutætingi fá keppendur vélabúnað í bútum, þeir eiga að setja hann saman og loks koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur. Keppnin er opin öllum áhugasömum tölvutæturum á aldrinum 15-25 ára. Tölvutætingurinn er samstarfsverkefni Promennt og nemendafélagsins /sys/tur frá Háskólanum í Reykjavík. Bás Promennt er á 1. hæð og bás /sys/tra er hjá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósasal. Í básunum er hægt að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur eru á báðum básum sem fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
UTmessan fer fram þessa dagana í Reykjavík en um er að ræða einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Tilgangurinn er að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessunni eru öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti. Dagskrá UTmessunnar er tvíþætt: föstudaginn 6. febrúar er fagráðstefna og þann 7. febrúar sýning fyrir alla fjölskylduna, báða dagana í Hörpunni. Á laugardeginum opnar tæknigeirinn uppá gátt og býður öllum að koma og sjá það helsta sem er að gerast í tæknigeiranum dag. Háskólinn í Reykjavík býður að sjálfsögðu upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hér að neðan má sjá dagskrána á laugardeginum:Kl. 10-17: Ýmis undur upplýsingatækninnar til sýnis á svæði Háskólans í Reykjavík - Norðurljósasal Vísindamenn við tölvunarfræðideild verða með gervigreindarhorn þar sem þeir útskýra og sýna afrakstur rannsókna sinna, heilbrigðistæknisvið sýnir 3D útprentaðan heila, hjarta, bein og fleira, boðið verður upp á þátttöku í skemmtilegum mynstraleik og sýnd verða sýnishorn úr tölvuleikjum sem nemendur þróa á þremur vikum. Nemendur tækni- og verkfræðideildar sýna vatnaflygil, kafbát og eldflaugina Mjölni.Kl. 13:10 – 13:30 Nemendur tala um tölvuleikjagerð - Kaldalón Eiríkur Orri Ólafsson og Kári Halldórsson, nemar við tölvunarfræðideild HR, fjalla um hugmyndavinnuna á bak við tölvuleikjagerð og tilfinninguna í tölvuspilinu.Kl. 15: Tölvutætingur - keppni í að taka tölvu í sundur og setja hana aftur saman - Norðurljósasal. Á Tölvutætingi fá keppendur vélabúnað í bútum, þeir eiga að setja hann saman og loks koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur. Keppnin er opin öllum áhugasömum tölvutæturum á aldrinum 15-25 ára. Tölvutætingurinn er samstarfsverkefni Promennt og nemendafélagsins /sys/tur frá Háskólanum í Reykjavík. Bás Promennt er á 1. hæð og bás /sys/tra er hjá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósasal. Í básunum er hægt að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur eru á báðum básum sem fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira