Golfhringjunum fækkað vegna anna ingvar haraldsson skrifar 19. ágúst 2015 08:00 Lárus segir brýnt að sér takist að lækka forgjöfina á ný. vísir/gva Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður var í síðustu viku skipaður stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Lárus er meðeigandi á lögfræðistofunni Juris auk þess að vera forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Málefni Bankasýslunnar og stærstu eignar hennar, Landsbankans, hafa verið mjög til umræðu síðustu vikur. Lárus segir Bankasýsluna afar mikilvæga fyrir fjárhag ríkisins. „Það eru auðvitað mjög miklir hagsmunir þarna undir. Þetta eru um 14 prósent af eignum ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi. Þetta eru verðmæti sem þarf að huga að,“ segir hann. Lárus segir að heimild sé í lögum til að selja um 28 af 98 prósenta eignarhlut Bankasýslunnar í Landsbankanum. Samkvæmt lögunum sé það Bankasýslunnar að leggja fram tillögu um hvort eða hvenær hlutur ríkisins í fjármálafyrirtækjum verði seldur og undirbúa vinnu við slíkar tillögur. Lárus segir slíkar tillögur ekki vera komnar fram af hálfu Bankasýslunnar. „En þetta er hluti af verkefnum Bankasýslunnar auk þess að leggja mat á hvenær tími er kominn til að gera eitthvað í þeim málum.“ Lárus segir hina nýskipuðu stjórn ekki enn hafa fundað og því hafi ekki verið tekin nein afstaða til nýrra höfuðstöðva Landsbankans af hennar hálfu en stefnt sé á að fyrsti fundur stjórnarinnar verði í vikunni. „Það mál verður skoðað eins og önnur sem varða eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Lárus. Landsbankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að skila ekki nægri arðsemi af grunnrekstri sínum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði sjálfur í ársskýrslu Landsbankans að arðsemi af reglulegum rekstri Landsbankans hefði verið of lítil. „Það er ekki bara Landsbankinn sem er í þessari stöðu. Ég geri ráð fyrir því að allir bankarnir séu að vinna í þeim málum. Það má segja að þetta tengist efnahagslífinu í heild. Þegar betur árar er viðbúið að það verði meira um að vera í bankakerfinu,“ segir hann. Lárus er áhugamaður um golf og er meðlimur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann segir golfið frábæra íþrótt sem sameini útiveru, góða hreyfingu og skemmtilegan félagsskap. Lárus segist þó fara allt of sjaldan í golf vegna anna í ýmsum störfum. Forgjöfin hafi því verið á uppleið, hún hafi lægst verið í 13,1 en hafi hækkað í 14,4 að undanförnu. „Það er mikilvægt verkefni og aðkallandi að snúa þessari þróun við á næstunni,“ segir Lárus. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður var í síðustu viku skipaður stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Lárus er meðeigandi á lögfræðistofunni Juris auk þess að vera forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Málefni Bankasýslunnar og stærstu eignar hennar, Landsbankans, hafa verið mjög til umræðu síðustu vikur. Lárus segir Bankasýsluna afar mikilvæga fyrir fjárhag ríkisins. „Það eru auðvitað mjög miklir hagsmunir þarna undir. Þetta eru um 14 prósent af eignum ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi. Þetta eru verðmæti sem þarf að huga að,“ segir hann. Lárus segir að heimild sé í lögum til að selja um 28 af 98 prósenta eignarhlut Bankasýslunnar í Landsbankanum. Samkvæmt lögunum sé það Bankasýslunnar að leggja fram tillögu um hvort eða hvenær hlutur ríkisins í fjármálafyrirtækjum verði seldur og undirbúa vinnu við slíkar tillögur. Lárus segir slíkar tillögur ekki vera komnar fram af hálfu Bankasýslunnar. „En þetta er hluti af verkefnum Bankasýslunnar auk þess að leggja mat á hvenær tími er kominn til að gera eitthvað í þeim málum.“ Lárus segir hina nýskipuðu stjórn ekki enn hafa fundað og því hafi ekki verið tekin nein afstaða til nýrra höfuðstöðva Landsbankans af hennar hálfu en stefnt sé á að fyrsti fundur stjórnarinnar verði í vikunni. „Það mál verður skoðað eins og önnur sem varða eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Lárus. Landsbankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að skila ekki nægri arðsemi af grunnrekstri sínum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði sjálfur í ársskýrslu Landsbankans að arðsemi af reglulegum rekstri Landsbankans hefði verið of lítil. „Það er ekki bara Landsbankinn sem er í þessari stöðu. Ég geri ráð fyrir því að allir bankarnir séu að vinna í þeim málum. Það má segja að þetta tengist efnahagslífinu í heild. Þegar betur árar er viðbúið að það verði meira um að vera í bankakerfinu,“ segir hann. Lárus er áhugamaður um golf og er meðlimur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann segir golfið frábæra íþrótt sem sameini útiveru, góða hreyfingu og skemmtilegan félagsskap. Lárus segist þó fara allt of sjaldan í golf vegna anna í ýmsum störfum. Forgjöfin hafi því verið á uppleið, hún hafi lægst verið í 13,1 en hafi hækkað í 14,4 að undanförnu. „Það er mikilvægt verkefni og aðkallandi að snúa þessari þróun við á næstunni,“ segir Lárus.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira