Stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2015 09:00 Vísir/Arnþór Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,5 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu peningastefnunefndar. Muni verðbólga aukast í framhaldi af kjarasamningum, eins og spáð er, mun peningastefnunefnd hækka vexti enn frekar eigi verðbólgumarkmið að nást til lengri tíma. Í tilkynningunni segir að Seðlabankinn spái árlegum hagvexti um rúmlega fjögur prósent í ár og um það bil þrjú prósent næstu tvö árin. „Á spátímabilinu er vöxturinn um ½ prósentu minni á ári en bankinn spáði í maí sl. Þetta er þó öflugur vöxtur enda fer framleiðsluspenna vaxandi á næstu misserum og hagvöxtur verður í ríkari mæli en á undanförnum árum drifinn af innlendri eftirspurn, ekki síst einkaneyslu. Fjárfesting verður hins vegar veikari en áður var spáð og vinnuaflseftirspurn vex hægar.“ Þá hefur verðbólga aukist undanfarið en er enn undir markmiðið Seðlabankans. Sérstaklega sé horft framhjá húsnæðislið verðvísitölunnar. Verðbólguhorfur hafa versnað verulega vegna niðurstöðu nýgerðra kjarasamninga og verðbólguvæntingar hafa hækkað. „Spáð er að verðbólga verði komin í 4% snemma á næsta ári og verði á bilinu 4-4½% næstu tvö árin en hjaðni síðan í átt að verðbólgumarkmiðinu, enda felst í spánni að aðhaldsstig peningastefnunnar aukist á næstunni.“Breyttar horfur vegna samninga Í tilkynningunni segir að breytingar á efnahagshorfum frá því í maí, megi fyrst og fremst rekja til áhrifa mikilla launahækkana í kjölfar kjarasamninga og aukins peningalegs aðhalds sem fylgi þeim. „Þær stafa þó einnig af alþjóðlegri þróun sem hefur stuðlað að meiri lækkun innflutningsverðs en áður var gert ráð fyrir og bættum viðskiptakjörum sem vinna á móti verðbólguáhrifum launahækkana. Gengi krónunnar hefur einnig hækkað lítillega þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.“Vextir Seðlabanka Íslands verða samkvæmt þessu sem hér segir:Daglán: 7,25 prósent.7 daga veðlán: 6,25 prósent.7 daga bundin innlán: 5,50 prósent.Viðskiptareikningar: 5,25 prósent. Peningastefnunefnd tók síðast vaxtaákvörðun þann 24. júní og þá voru vextir hækkaðir um 0,5 prósentur. Síðan þá hafa vextirnir verið 5 prósent. Næsta vaxtaákvörðun verður tekin þann 30. september. Klukkan tíu verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands kynnt og nýtt hefti af Peningamálum verður jafnframt aðgengilegt. Kynningin verður sýnd í beinni á Vísi. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,5 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu peningastefnunefndar. Muni verðbólga aukast í framhaldi af kjarasamningum, eins og spáð er, mun peningastefnunefnd hækka vexti enn frekar eigi verðbólgumarkmið að nást til lengri tíma. Í tilkynningunni segir að Seðlabankinn spái árlegum hagvexti um rúmlega fjögur prósent í ár og um það bil þrjú prósent næstu tvö árin. „Á spátímabilinu er vöxturinn um ½ prósentu minni á ári en bankinn spáði í maí sl. Þetta er þó öflugur vöxtur enda fer framleiðsluspenna vaxandi á næstu misserum og hagvöxtur verður í ríkari mæli en á undanförnum árum drifinn af innlendri eftirspurn, ekki síst einkaneyslu. Fjárfesting verður hins vegar veikari en áður var spáð og vinnuaflseftirspurn vex hægar.“ Þá hefur verðbólga aukist undanfarið en er enn undir markmiðið Seðlabankans. Sérstaklega sé horft framhjá húsnæðislið verðvísitölunnar. Verðbólguhorfur hafa versnað verulega vegna niðurstöðu nýgerðra kjarasamninga og verðbólguvæntingar hafa hækkað. „Spáð er að verðbólga verði komin í 4% snemma á næsta ári og verði á bilinu 4-4½% næstu tvö árin en hjaðni síðan í átt að verðbólgumarkmiðinu, enda felst í spánni að aðhaldsstig peningastefnunnar aukist á næstunni.“Breyttar horfur vegna samninga Í tilkynningunni segir að breytingar á efnahagshorfum frá því í maí, megi fyrst og fremst rekja til áhrifa mikilla launahækkana í kjölfar kjarasamninga og aukins peningalegs aðhalds sem fylgi þeim. „Þær stafa þó einnig af alþjóðlegri þróun sem hefur stuðlað að meiri lækkun innflutningsverðs en áður var gert ráð fyrir og bættum viðskiptakjörum sem vinna á móti verðbólguáhrifum launahækkana. Gengi krónunnar hefur einnig hækkað lítillega þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.“Vextir Seðlabanka Íslands verða samkvæmt þessu sem hér segir:Daglán: 7,25 prósent.7 daga veðlán: 6,25 prósent.7 daga bundin innlán: 5,50 prósent.Viðskiptareikningar: 5,25 prósent. Peningastefnunefnd tók síðast vaxtaákvörðun þann 24. júní og þá voru vextir hækkaðir um 0,5 prósentur. Síðan þá hafa vextirnir verið 5 prósent. Næsta vaxtaákvörðun verður tekin þann 30. september. Klukkan tíu verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands kynnt og nýtt hefti af Peningamálum verður jafnframt aðgengilegt. Kynningin verður sýnd í beinni á Vísi.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent